Aðgerðir norðvestur af Garðsskaga vegna skipverja sem sagður er hafa fallið útbyrðis eru umfangsmiklar. Á svæðinu eru nú björgunarskipin Sjöfn frá Reykjavík, Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði Stefnir frá Kópavogi og Jón Gunnlaugsson frá Akranesi. Auk þeirra er varðskipið Þór mætt á svæðið.
Þá eru fjöldi fiskiskipa á svæðinu. Meðal annars Kap VE og Sighvatur GK.
Fáar upplýsingar hafa fengist um stöðu aðgerða en miðað við fjölda viðbragðsaðila eru þær umfangsmeiri en gerst hefur í þó nokkurn tíma.