Stærri makríll sækir lengra til vesturs

Íslensku uppsjávarskipin hafa oft fengið stæðilegan makríl, en tegundin er …
Íslensku uppsjávarskipin hafa oft fengið stæðilegan makríl, en tegundin er líklegri til þess að nálgast Ísland eftir því sem hún er stærri. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Eftir því sem makríll eldist og stækkar gengur hann lengra til norðurs í Noregshafi og til vesturs inn í landhelgi Íslands og sum ár inn á grænlenskt hafsvæði. Þetta er niðurstaða vísindamanna eftir að hafa rýnt í gögn um endurheimtur rafaldsmerkja.

Vísindagrein um rannsóknina var nýlega birt í vísindatímaritinu Frontiers in Marine Science og er fjallað um hana í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar. Tveir sérfræðingar hjá stofnuninni eru meðhöfundar að greininni, þau Anna Heiða Ólafsdóttir og Sigurður Þór Jónsson.

Í rannsókninni var stuðst við endurheimtur 1-3 árum eftir merkingu eða alls 7522 endurheimtur. Á árunum 2011 til 2021 voru 430 þúsund fiskar merktir við vesturströnd Írlands og Skotlands, og við Snæfellsnes.

Fimm ára makríl lengst vestur

„Algengt er að ganga 3-4 ára (32-34 cm) makríls sé takmörkuð við suðurhluta Noregshafs, 4-5 ára (34-35 cm) fiskur gengur norðar inn í norðurhluta Noregshafs, og 5+ ára (>35 cm) fiskur gengur í vestur inn í íslenska landhelgi og enn lengra í norður í átt að Svalbarða,“ segir í færslunni.

Þá er vakin athygli á að stærð sé ekki eina breytan „sem stjórnar gönguleiðinni þar sem mikill munur er á milli ára á göngumynstri eftir stærð. Það bendir til að umhverfisskilyrði, eins og hafstraumar og fæðuskilyrði, og stofnstærð hafi einnig áhrif á göngumynstur. Niðurstöður um fjarlægðir frá merkingarstað á hrygningarslóð að heimtustað og þann sundhraða makríls sem þyrfti til að komast á milli, benda til þess að miklar líkur séu á því að makríll gangi beint inn í íslenska efnahagslögsögu í norðvestur frá Írlandi, fyrir sunnan Færeyjar, án þess að fara fyrst inn í Noregshaf.“

Myndræn framsetning á tilgátu um hvernig göngumynstur makríls breytist með …
Myndræn framsetning á tilgátu um hvernig göngumynstur makríls breytist með aldri og stærð. Mynd/Frontiers of Marine Sciences
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.23 536,03 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.23 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.23 450,78 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.23 370,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.23 319,84 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.23 425,37 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 2.2.23 195,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.23 421,42 kr/kg
Litli karfi 2.2.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.2.23 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.054 kg
Ýsa 469 kg
Samtals 1.523 kg
2.2.23 Pálína Þórunn GK-049 Botnvarpa
Skarkoli 5.700 kg
Steinbítur 1.188 kg
Samtals 6.888 kg
2.2.23 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 199 kg
Keila 96 kg
Ýsa 14 kg
Gullkarfi 5 kg
Hlýri 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 322 kg
2.2.23 Austfirðingur SU-205 Línutrekt
Þorskur 10.968 kg
Ýsa 873 kg
Keila 94 kg
Langa 66 kg
Samtals 12.001 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.23 536,03 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.23 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.23 450,78 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.23 370,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.23 319,84 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.23 425,37 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 2.2.23 195,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.23 421,42 kr/kg
Litli karfi 2.2.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.2.23 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.054 kg
Ýsa 469 kg
Samtals 1.523 kg
2.2.23 Pálína Þórunn GK-049 Botnvarpa
Skarkoli 5.700 kg
Steinbítur 1.188 kg
Samtals 6.888 kg
2.2.23 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 199 kg
Keila 96 kg
Ýsa 14 kg
Gullkarfi 5 kg
Hlýri 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 322 kg
2.2.23 Austfirðingur SU-205 Línutrekt
Þorskur 10.968 kg
Ýsa 873 kg
Keila 94 kg
Langa 66 kg
Samtals 12.001 kg

Skoða allar landanir »