Fisksalar geta ekki lengur fengið saltsíldarflök til að selja áfram til viðskiptavina sem vilja sjálfir útbúa sína síld á aðventunni eða um jólin. Allir síldarverkendur eru hættir slíkri sölu og leggja áherslu á söltun eða frystingu fyrir erlenda markaði, að því er fram kemur um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Ágúst Tómasson, fisksali í Trönuhrauni 9 í Hafnarfirði, segir það sé skítt að geta ekki fengið þessa vöru lengur. Hann segir að enn séu margir viðskiptavinir sem vilji útbúa sinn kryddlög sjálfir og hantera síldina eftir eigin hefðum og nefnir fólk frá Póllandi í því sambandi. Það borði síld á jólum.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu.