Eva Dögg Jóhannesdóttir flytur erindið „Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum“ á málstofu í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði.
Fjallar hún um vöktun laxalúsasmita í báðum landshlutum og er um að ræða fyrsta langtímaverkefnið sem farið hefur verið í ásamt því að vera það yfirgripsmesta bæði þegar litið er til fjölda staðsetning og umfangs sýnatöku úr fiskum, að því er segir á vef Hafrannsóknastofnunar.
Tilefni verkefnisins er að athuganir erlendis benda til að lúsasmit aukist á villtum laxfiskum í nágrenni við laxeldi í sjó, en sjókvíaeldi á laxi hefur verið í veldisvexti á bæði Vestfjörðum og Austfjörðum síðustu ár.