Tvíburar og vélstjórar á Gullbergi

Bræðurnir Theodór Hrannar og Halldór Gústaf Guðmundssynir í vélarrúmi Gullbergs …
Bræðurnir Theodór Hrannar og Halldór Gústaf Guðmundssynir í vélarrúmi Gullbergs sem er mikill salur og tæknivæðing mikil. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Tvíburarnir og vélstjórarnir Halldór Gústaf og Theodór Hrannar Guðmundssynir úr Grafarvoginum stefndu ungir á sjóinn. Starfa þeir nú báðir á Gullbergi VE sem Vinnslustöðin gerir út og eru jafnframt báðir búsettir í Vestmannaeyjum.

Það var létt yfir tvíburabræðrunum og vélstjórunum Halldóri Gústafi og Theodóri Hrannari þegar blaðamaður hitti þá um borð í Gullbergi VE. Veiðum á Íslandssíldinni er nýlokið og í janúar er það loðnan. Það er þó nóg að gera hjá vélstjórum því sinna þarf viðhaldi á milli úthalda enda mikið í húfi að allt sé í lagi þegar í slaginn er komið. Hver dagur er dýrmætur, ekki síst á loðnunni þegar milljarðaverðmæti eru í húfi. Theodór er fyrsti vélstjóri og Halldór annar vélstjóri. Yfirvélstjóri er Ólafur Már Harðarson.

Þeir eru uppaldir í Reykjavík en sjómennskan er þeim í blóð borin, skipstjórar og útgerðarmenn í móðurætt og vélstjórar í föðurætt. Eftir nokkur sumur í sveit gat Halldór vel hugsað sér að verða bóndi en það rjátlaðist fljótt af honum. „Við vorum mikið fyrir vestan, á Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík þegar við vorum yngri, á bryggjunum allan daginn, og ég held að áhuginn hafi komið þar. Veiddum kola á bryggjunni og fylgdumst með trillunum koma inn,“ segir Theodór.

Gullberg VE-292 var keypt í Noregi og kom til heimahafnar …
Gullberg VE-292 var keypt í Noregi og kom til heimahafnar í Eyjum síðastliðið sumar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Ekki sjálfgefið að fá pláss

„Ég sá alltaf fyrir mér að fara á sjó. Móðurættin öll á sjó og pabbi líka þannig að það var bara eðlilegt. Ætlaði reyndar í bifvélavirkjann en var plataður í vélfræðina og endaði hér,“ sagði Halldór en vélfræðin er á pari við sérfræðinám lækna í árum talið. „Þetta eru sjö til átta ár til að ná fullum réttindum. Skólinn er fimm ár, smiðja eitt ár og svo þarftu að safna tímum á sjó til að fá full réttindi.“

Theódór segir að eitt sé að fá réttindi og annað að fá pláss til sjós. „Það er ekkert sjálfgefið að fá pláss á skipum en þetta er mjög fjölbreytt nám. Maður fær að snerta á helvíti mörgu, vélum, vélbúnaði, rafmagni, lagnakerfi og ekki síst tölvum sem stjórna þessu öllu saman. Það er því hægt að fá vinnu hvar sem er, hér á landi eða úti í heimi.“

Viðtalið við bræðurna má lesa í heild sinni í desemberútgáfu 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 188 kg
Ýsa 130 kg
Steinbítur 112 kg
Keila 15 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 451 kg
24.4.24 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 1.763 kg
Ýsa 271 kg
Steinbítur 78 kg
Keila 28 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.145 kg
24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 188 kg
Ýsa 130 kg
Steinbítur 112 kg
Keila 15 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 451 kg
24.4.24 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 1.763 kg
Ýsa 271 kg
Steinbítur 78 kg
Keila 28 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.145 kg
24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg

Skoða allar landanir »