Hver makríll hrygnir oft yfir hrygningartímann

Vísindamenn eru smám saman að öðlast meiri skilning á hegðun …
Vísindamenn eru smám saman að öðlast meiri skilning á hegðun makrílsins. Thassya Christina dos Santos Schmidt margt á reiki um hegðun stofnsins og samspil hans við aðrar tegundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Thassya Christina dos Santos Schmidt hefur um árabil stundað rannsóknir á makrílstofninum í Atlantshafi og segir hún að enn sé margt á reiki um hegðun stofnsins og samspil hans við aðrar tegundir. Thassya starfar sem sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og flutti á dögunum erindi þar sem hún kynnti helstu niðurstöður rannsókna sinna á útbreiðslu og æxlunarháttum makríls.

Að sögn Thassyu hefur útbreiðsla makríls í Atlantshafi tekið nokkrum breytingum undanfarna tvo áratugi og virðist tegundin m.a. keppa við síld um fæðu: „Makríllinn lifir á mjög stóru svæði, allt frá ströndum Marokkó, upp að Svalbarða og yfir til Grænlands. Fyrir aldamótin náði hrygningarsvæði makríls frá Portúgal og norður að vesturströnd Írlands, en upp úr aldamótum mátti greina að makríllinn væri að færa sig norðar, bæði í leit að fæðu og til að hrygna,“ útskýrir Thassya og bætir við að makríllinn virðist una sér best í tiltölulega hlýjum sjó, eða um og yfir 8°C.

Breytt útbreiðsla makrílsins er rakin til þess að stórir hrygningarárgangar komu nokkur ár í röð eftir árið 2000 og tilgátur eru um að hækkandi hitastig í Noregshafi sé hluti skýringarinnar á því að makríll er byrjaður að hrygna þar. Áhrif breytileika í hitastigi milli ára á fæðugöngu makríls inn í íslenskan sjó eru hins vegar ekki augljós.

Góður staður til rannsókna

Thassya er fædd og uppalin í Brasilíu en þróaði snemma með sér áhuga á líffræði og lauk bæði B.Sc. og meistaragráðu í sjávarlífræði í heimalandi sínu. Í framhaldinu flutti hún til Noregs og lauk doktorsgráðu við Háskólann í Bergen árið 2017 en doktorsverkefni hennar fjallaði um æxlunarlíffræði Atlantshafssíldar. Að doktorsnáminu loknu stundaði Thassya rannsóknir á æxlunarfræði makríls við Hafrannsóknastofnunina í Noregi en í febrúar á þessu ári færði hún sig yfir til Hafró.

Hún segist una sér vel á Íslandi og kvartar ekki yfir veðrinu. „Ég er hrifin af íslenskri náttúru og Ísland er mjög góður staður til að stunda rannsóknir á lífríki sjávar. Hér er tegundaflóran allt önnur en undan ströndum Brasilíu og stofnarnir stærri,“ segir hún.

Nánar má lesa um rannsóknir Thassyu á makríl í desemberútgáfu 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.317 kg
Þorskur 148 kg
Samtals 1.465 kg
18.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 638 kg
Þorskur 65 kg
Samtals 703 kg
18.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 3.294 kg
Skarkoli 178 kg
Grásleppa 152 kg
Ýsa 138 kg
Samtals 3.762 kg
18.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.471 kg
Þorskur 220 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 1.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.317 kg
Þorskur 148 kg
Samtals 1.465 kg
18.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 638 kg
Þorskur 65 kg
Samtals 703 kg
18.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 3.294 kg
Skarkoli 178 kg
Grásleppa 152 kg
Ýsa 138 kg
Samtals 3.762 kg
18.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.471 kg
Þorskur 220 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 1.750 kg

Skoða allar landanir »