Laufey Rún og Lísa Anne ráðnar til SFS

Laufey Rún Ketilsdóttir.
Laufey Rún Ketilsdóttir.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa ráðið tvo sérfræðinga til starfa, þær Laufeyju Rún Ketilsdóttur og Lísu Anne Libungan. Þetta kemur fram í tilkynnigu frá SFS.

Laufey Rún mun gegna stöðu upplýsingafulltrúa. Hún hefur störf 1. júní næstkomandi að loknu fæðingarorlofi. Laufey Rún er lögfræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík (MA) og Háskóla Íslands (BA). Hún starfaði sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra frá 2017 og síðar sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi frá 2019. Þá starfaði hún sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2014.

Lísa Anne Libungan
Lísa Anne Libungan


Lísa Anne mun gegna stöðu sérfræðings í vistkerfi hafs og mun hún hefja störf fljótlega. Lísa Anne lauk doktorsprófi í fiskifræði frá Háskóla Íslands árið 2015, auk diploma í hafrétti árið 2019. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar frá 2017, fyrst við sjávarvistfræðirannsóknir en síðustu ár sem verkefnastjóri yfir stofnmati og rannsóknum á síld, auk þess að vera virk í vinnunefndum Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Hún hefur sinnt kennslu í 18 ár á háskólastigi og var formaður Líffræðifélags Íslands á árunum 2016-2021. Lísa Anne hefur víðtæka reynslu í sjávarvistfræðirannsóknum og hún er höfundur fjölda ritrýndra vísindagreina, skýrslna og hugbúnaðarins 'shapeR' í forritunarmálinu R, sem hægt er að nota til að aðgreina fiskistofna með kvarnalögun.

„Við hlökkum til að fá Laufeyju Rún og Lísu Anne til starfa. Víðtæk reynsla þeirra og þekking munu nýtast vel í þeim verkefnum sem framundan eru hjá samtökunum. Þá er ekki síður ánægjulegt, að með ráðningunum tveimur hefur hlutfall karla og kvenna hjá SFS verið jafnað,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, í tilkynningunni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.3.23 484,73 kr/kg
Þorskur, slægður 29.3.23 591,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.3.23 385,16 kr/kg
Ýsa, slægð 29.3.23 256,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.3.23 236,94 kr/kg
Ufsi, slægður 29.3.23 309,05 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 29.3.23 332,47 kr/kg
Litli karfi 29.3.23 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.23 Geir ÞH-150 Dragnót
Skarkoli 1.516 kg
Steinbítur 241 kg
Þorskur 131 kg
Sandkoli 65 kg
Samtals 1.953 kg
29.3.23 Bárður SH-811 Þorskfisknet
Þorskur 707 kg
Ýsa 475 kg
Ufsi 180 kg
Langa 89 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.498 kg
29.3.23 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 26.894 kg
Ufsi 13.679 kg
Ýsa 11.138 kg
Karfi 8.283 kg
Langa 885 kg
Steinbítur 33 kg
Langlúra 19 kg
Þykkvalúra 11 kg
Keila 10 kg
Samtals 60.952 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.3.23 484,73 kr/kg
Þorskur, slægður 29.3.23 591,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.3.23 385,16 kr/kg
Ýsa, slægð 29.3.23 256,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.3.23 236,94 kr/kg
Ufsi, slægður 29.3.23 309,05 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 29.3.23 332,47 kr/kg
Litli karfi 29.3.23 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.23 Geir ÞH-150 Dragnót
Skarkoli 1.516 kg
Steinbítur 241 kg
Þorskur 131 kg
Sandkoli 65 kg
Samtals 1.953 kg
29.3.23 Bárður SH-811 Þorskfisknet
Þorskur 707 kg
Ýsa 475 kg
Ufsi 180 kg
Langa 89 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.498 kg
29.3.23 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 26.894 kg
Ufsi 13.679 kg
Ýsa 11.138 kg
Karfi 8.283 kg
Langa 885 kg
Steinbítur 33 kg
Langlúra 19 kg
Þykkvalúra 11 kg
Keila 10 kg
Samtals 60.952 kg

Skoða allar landanir »