Nýr kaupandi að Iceland Seafood í Bretlandi

Bjarni ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, hefur sagt rekstrarskilyrðin í Bretlandi …
Bjarni ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, hefur sagt rekstrarskilyrðin í Bretlandi hafa verið mun erfiðari en gert var ráð fyrir. Nú hefur nýr kaupandi sýnt vinnslunni í Grimsby áhuga. Ljósmynd/Iceland Seafood

Iceland Seafood International hf. (ISI) hefur tekist að finna nýjan aðila sem sýnir því áhuga á að festa kaupa á rekstur félagsins í Grimbsy í Bretlandi, en sá sem undirritaði viljayfirlýsingu um hugsanleg kaup í byrjun desember hætti við kaupin viku seinna.

Forsaga málsins er að ISI tilkynnti í nóvember eftir langvarandi rekstrarhalla að rekstrinum í Bretlandi yrði hætt. En vandræðin hefur félagið sagt vera óheppileg tímasetning samruna rekstursins í Bradford og Grimsby í mars 2020 þegar Covid-19 faraldurinn skall á.

Jafnframt hafði Brexit veruleg áhrif á rekstrarskilyrði breska dótturfélagsins. Sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, í ágúst á síðasta ári í samtali við 200 mílur að í kjölfar Brexit hafi verið erfitt að fá starfsfólk frá meginlandi Evrópu, boðaðir fríverslunarsamningar hafi ekki skilað sér og viðskipti milli landa orðið mun flóknari.

Stefnt að sölu fyrir 13. febrúar

Breska dótturfélagið Iceland Seafood UK Ltd. og tilheyrandi nýuppsett tæknivædd vinnslustöð í Grimsby sett á sölu. Strax 5. desember síðastliðinn gat félagið tilkynnt að undirrituð hafði verið viljayfirlýsing um hugsanlega sölu rekstursins, þó var ekki upplýst um mögulegt kaupverð eða hver væri að íhuga kaup á vinnslunni í Grimsby.

Þann 12. desember tilkynnti síðan ISI að viðræðum hefði verið hætt við þann sem hafði sýnt rekstrinum áhuga.

Hóf þá ISI að eiga samband við aðra sem gætu verið áhugasamir um kaup á rekstrinum í Bretlandi og var tilkynnt rétt fyrir árslok, 30. desember, að nýr aðila hafi undirritað viljayfirlýsingu vegna hugsanlegrar sölu á Iceland Seafood UK Ltd. Yfirlýsingin er ekki bindandi en þar er gert ráð fyrir að ganga frá viðskiptunum fyrir 13. febrúar næstkomandi.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.1.23 506,46 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.23 536,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.1.23 471,71 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.23 369,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.1.23 329,65 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.23 336,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.1.23 317,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.23 324,48 kr/kg
Litli karfi 27.1.23 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.23 Steinunn SF-010 Botnvarpa
Þorskur 32.328 kg
Ufsi 19.303 kg
Ýsa 2.361 kg
Samtals 53.992 kg
27.1.23 Drangavík VE-080 Botnvarpa
Langa 695 kg
Steinbítur 676 kg
Samtals 1.371 kg
26.1.23 Víkingur AK-100 Flotvarpa
Kolmunni 2.227.310 kg
Samtals 2.227.310 kg
26.1.23 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 4.573 kg
Ýsa 363 kg
Hlýri 10 kg
Steinbítur 4 kg
Keila 1 kg
Samtals 4.951 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.1.23 506,46 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.23 536,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.1.23 471,71 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.23 369,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.1.23 329,65 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.23 336,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.1.23 317,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.23 324,48 kr/kg
Litli karfi 27.1.23 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.23 Steinunn SF-010 Botnvarpa
Þorskur 32.328 kg
Ufsi 19.303 kg
Ýsa 2.361 kg
Samtals 53.992 kg
27.1.23 Drangavík VE-080 Botnvarpa
Langa 695 kg
Steinbítur 676 kg
Samtals 1.371 kg
26.1.23 Víkingur AK-100 Flotvarpa
Kolmunni 2.227.310 kg
Samtals 2.227.310 kg
26.1.23 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 4.573 kg
Ýsa 363 kg
Hlýri 10 kg
Steinbítur 4 kg
Keila 1 kg
Samtals 4.951 kg

Skoða allar landanir »