Veruleg óánægja er meðal sjómanna með þá breytingu sem finna má í nýjum lögum um áhafnir skipa að nú skuli þeir sem sækja sjó á fiskiskipum kallast fiskarar, í stað þess að talað sé um fiskimenn. Orðið útgerðarmenn fellur einnig út samkvæmt sömu lögum og héðan í frá verður aðeins talað um útgerðir.
„Fiskari er orðskrípi að mínu mati. Sjómannadagurinn til dæmis fær aldrei nafnið Fiskaradagurinn,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Eiríkur Óli Dagbjartsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni í Grindavík, tekur í sama streng og segir nafnabreytinguna, það er að tala um fiskara, vera út í hött.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.