Fyrsta loðnan gefur ástæðu til að vera bjartsýnn

Sigurður Grétar Guðmundsson skipstjóri í brúnni á Polar Amaroq.
Sigurður Grétar Guðmundsson skipstjóri í brúnni á Polar Amaroq.

Grænslenska uppsjávarskipið Polar Ammassak hélt til loðnuveiða á fimmtudag og hóf veiðar 80 sjómílur norðaustur af Langanesi á föstudag 6. janúar.

„Við erum einskipa og höfum ekkert leitað. Við fundum torfu, köstuðum og höfum síðan verið að veiðum á sömu slóðum allan tímann,“ segir Sigurður Grétar Guðmundsson, skipstjóri á Polar Ammassak, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

„Við byrjuðum á 100 tonna holi en síðan höfum við fengið 300 – 350 tonn í hverju holi. Holin eru orðin fimm og dregið hefur verið í 6 til 10 tíma. Við erum komnir með tæp 1.400 tonn og þetta er fallegasta loðna. Það eru 35 til 37 stykki í kílóinu,“ segir hann.

Gert er ráð fyrir að Polar Ammassak landi loðnu hjá …
Gert er ráð fyrir að Polar Ammassak landi loðnu hjá Síldarvinnslunni á morgun. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Þá séu „blettir að sjá“ og engar risatorfur að sjá en þær sem finnast skila góðum afla að sögn Sigurðar. „Það er meiri veiði yfir nóttina en á daginn. Það er eins og loðnan þétti sig í myrkrinu. Veðrið hefur verið með ágætum, það var kaldi í eina nótt en annars bara gott veður.“

Áhöfninni vantaði í morgun um 500 tonn til að fylla skipið og reiknar skipstjórinn með að landa hjá Síldarvinnslunni á morgun. „Mér finnst þessi loðnuvertíð bara líta býsna vel út og engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn,“ segir Sigurður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 439,92 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 210,06 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 117,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 58,75 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,96 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.558 kg
Samtals 1.558 kg
24.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 899 kg
Þorskur 88 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.003 kg
24.4.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 290 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 33 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 371 kg
24.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Ufsi 71 kg
Þorskur 36 kg
Samtals 973 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 439,92 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 210,06 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 117,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 58,75 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,96 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.558 kg
Samtals 1.558 kg
24.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 899 kg
Þorskur 88 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.003 kg
24.4.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 290 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 33 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 371 kg
24.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Ufsi 71 kg
Þorskur 36 kg
Samtals 973 kg

Skoða allar landanir »