Fögnuðu komu stærsta brunnbáts á heimsvísu

Bakkafossur telur heila 109 metra og er eitt stærsta skip …
Bakkafossur telur heila 109 metra og er eitt stærsta skip sinnar tegundar. Ljósmynd/Bakkafrost

Færeyingar fögnuðu komu nýjasta skips flotans á laugardag síðastliðinn þegar hinn 109 metra langi Bakkafossur lagði við bryggju á Glyvar. Um er að ræða einn tæknivæddasta og stærsta brunnbát Færeyja og á heimsvísu.

Bakkafossur var smíðaður af Sefine skipasmíðastöðinni í Tyrklandi fyrir færeyska fiskeldisrisan Bakkafrost og getur skipið borið allt að þúsund tonn af lifandi laxfiskum, að þvi er fram kemur í tilkynningu á vef fyrirtækisins.

Bakkafossur er tengiltvinnskip sem búið er fimm dísilvélum og fimm stórum rafhlöðum sem tryggja um það bil 20% betri orkunýtingu. Staðsetning hreyfla á efsta þilfari tryggir jafnframt að skjótt er hægt að breyta skipinu til að hagnýta umhverfisvænni orkugjafa þegar slíkar lausnir koma á markað.

Skipið er búið nýjustu tækni á sviði afsöltunar vatns og getur því framleitt um 6.000 tonn af fersku vatni á sólarhring. „Bakkafossur bætir verulega ferskvatnshreinsunargetu við starfsemi Bakkafrosts í Færeyjum. Að meðhöndla lax með ferskvatni er skilvirk leið til að skola tálkn, endurheimta tálknaheilbrigði og tryggja öflugri og heilbrigðari vöxt. Að auki verður Bakkafossur útbúinn FLS lúsahreinsunarkerfi sem eykur líföryggi í samræmi við sjálfbærnistefnu Bakkafrosts,“ segir á vef fyrirtækisins.

Regin Jacobsen forstjóri Bakakfrosts tók á móti nýjasta skipi færeyska …
Regin Jacobsen forstjóri Bakakfrosts tók á móti nýjasta skipi færeyska skipaflotans. Ljósmynd/Bakkafrost

Stefna að aukinni framleiðslu

„Við þurfum að sjá aukið framboð á sjálfbæru próteini. Sérstaklega er litið á fiskeldi og laxeldi sem eina bestu lausnina fyrir sjálfbæra matvælaframleiðslu þegar hugað er að sjálfbærni í víðasta skilningi. Færeyjar bjóða upp á fjölmörg tækifæri – því er afar mikilvægt að vilji, kunnátta og reglugerðir auðveldi nýtingu þessara tækifæra,“ sagði Regin í ræðunni. Með Bakkafossi stígum við risastórt skref í átt að bæði úthafsrækt og sjálfbærari rekstri,“ sagði Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts, í ræðu sinni við komu skipsins.

„Framtíðarsýn okkar fyrir Færeyjar er að auka framleiðslu okkar verulega til að auka almennt framboð á sjálfbæru sjávarfangi, sem stuðlar að sjálfbærri umbreytingu matvælakerfis heimsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »