Kaupa nýja heildarvinnslulínu frá Marel

Sigurjón Gísli Jónsson, einn af eigendum Eðalfangs og ráðgjafi stjórnar, …
Sigurjón Gísli Jónsson, einn af eigendum Eðalfangs og ráðgjafi stjórnar, Andri Gunnarsson, stjórnarformaður Eðalfangs, Sindri Magnason, sölustjóri hjá Marel Fish og Ólafur Karl Sigurðarson, framkvæmdastjóri Marel Fish. Ljósmynd/Marel

Marel og Eðalfiskur hafa gert með sér samning um nýja heildarvinnslulínu til framleiðslu á laxi. Um er að ræða nýja kynslóð laxaflökunarvélar frá Marel, auk Curio hausunarvélar sem nýsköpunarteymi Marel mun þróa í samstarfi við Eðalfisk

Vinnslulínan mun taka heilan, slægðan lax og skila beinhreinsuðum og snyrtum flökum sem eru tilbúin til ferskfiskpökkunar eða frekari vinnslu, á borð við bitavinnslu, frystingu eða reykingu og gröfun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Marel.

Þar segir jafnframt að Eðalfiskur stefni að mikilli uppbyggingu sem tekur mið af stóraukinni framleiðslu í sérhæfðri og BRC vottaðri laxavinnslu félagsins í Borgarnesi.

Bent er á að móðurfélag Eðalfisks, Eðalfang, hafi nýverið lokið eins milljarðs króna fjármögnun sem nýta á að hluta til fjárfestinga í tækjabúnaði og sjálfvirknivæðingu sem liður í uppbyggingu og eflingu á vinnslu til framleiðslu á laxi.

Eðalfiskur framleiðir m.a. reyktan og grafinn lax.
Eðalfiskur framleiðir m.a. reyktan og grafinn lax.

Bætt nýting

”Við hjá Marel erum stolt af samkomulagi okkar við Eðalfisk um svo spennandi verkefni. Okkar kerfi miðar að því að bæta meðferð fisksins og auka nýtingu hans og gæði. Verkefnið er spennandi skref í fyrirhugaðri uppbyggingu og aukningu á laxeldi og -vinnslu á Íslandi. Rík tækifæri felast í uppbyggingaráformunum og Marel ætlar sér að taka virkan þátt á þeirri vegferð,” segir Ólafur Karl Sigurðarson, framkvæmdastjóri Marel Fish.

„Það er okkur sönn ánægja að ganga til samstarfs með Marel með kaupum á nýjustu kynslóð vélbúnaðar á heimsvísu fyrir hausun, flökun og snyrtingu á laxi. Fjárfestingin er fyrsti liður okkar hjá Eðalfiski til að tryggja áfram framúrskarandi gæði framleiðslunnar en nú með bættri nýtingu, aukinni sjálfvirkni og afkastagetu sem gerir okkur vel kleift að framfylgja þeim áætlunum sem við höfum sett félaginu til næstu ára,“ segri Andri Gunnarsson, stjórnarformaður Eðalfangs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 960 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 6 kg
Samtals 1.020 kg
28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 960 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 6 kg
Samtals 1.020 kg
28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg

Skoða allar landanir »