Adrenalínpennar sem krafist er að séu um borð í hverju skipi í nýlegri reglugerð eru ekki fáanlegir á landinu og því – eins og staðan er nú – ómögulegt fyrir sjóför að uppfylla kröfur stjórnvalda.
Reglugerðin nær til 2.240 sjófara en fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag að hugsanlega sé óþarfi fyrir 85% sjófaranna sem eru af smærri gerð og kröfurnar ná til að hafa lyfið um borð, að mati lyfjafræðinga.
Samkvæmt reglugerðinni hafa sjóför fram að næstu árlegu skoðun skips eða báts að tryggja að lyfjakista um borð uppfylli skilyrði stjórnvalda, en þegar ár er liðið frá gildistöku reglugerðarinnar verða öll skip og bátar að hafa umrædda adrenalínpenna um borð.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.