Landhelgisgæslan vekur athygli á að nú er stækkandi straumur með nýju tungli á morgun og verður stórstreymt á mánudaginn, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Landhelgisgæslunnar.
„Sjávarfallaútreikningar gera ráð fyrir að flóðhæð á morgunflóðinu á mánudag verði 4,5 metrar í Reykjavík en áhlaðandi af völdum hafáttar og lægri loftþrýstings getur aukið við flóðhæðina. Veðurspár gera ráð fyrir suðvestlægri vindátt um helgina og ölduspár gera ráð fyrir nokkuð þungri suðvestan öldu á sunnudag sem mæða mun mest á ströndinni sunnan- og suðvestanlands.“
Auðsjáanlegt er í sjólagsspá Vegagerðarinnar að búast má við vaxandi ölduhæð þegar líður á sunnudag.