Eins og greint var frá á mbl.is í dag barst Landhelgisgæslunni útkall vegna aflvana togara úti 50 sjómílur norð-norðvestur af Straumsnesi í nótt. Varðskipið Freyja varð við útkallinu en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var um borð í skipinu.
Fram kemur í tilkynningu frá gæslunni að viðgerð hafi tekist síðdegis og siglir skipið nú á eigin vélarafli. Togarin heldur nú til Hafnarfjarðar þar sem gert er ráð fyrir nú veiðafæri verði sótt.
„Freyja heldur nú norður fyrir land og ráðgert er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fari frá borði á morgun,“ segir í færslunni.