Slysför, björgunarafrek og sjaldgæf sjón

Það gekk á ýmsu á 200 mílum á árinu sem …
Það gekk á ýmsu á 200 mílum á árinu sem leið og vöktu mest lesnu fréttirnar töluverða athygli landsmanna. Samsett mynd

Árið 2022 reyndist mörgum erfitt ef hafðar eru til hliðsjónar mest lesnu fréttir 200 mílna. Þó hefur ekki aðeins verið um að ræða harmleik og slysför, einnig átti sér stað ótrúlegt björgunarafrek, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fékk starf í ferðabransanum og skipstjórinn á Ljósafelli sýndi að hann er algjör nagli.

1., 2. og 10. Sjómaður féll útbyrðis af Sighvati

Mest lesna, næst mest lesna og tíunda mest lesna frétt ársins 2022 á 200 mílum snéru allar að þeim hræðilega harmleik sem átti sér stað 3. desember síðastliðinn þegar sjómaðurinn Ekasit Thasaphong frá Grindavík féll fyrir borð er hann var við störf á línuskipinu Sighvati GK-57.

Þyrlur, varðskip, fiskiskip og björgunarskip voru kölluð út til leitar og þegar mest var voru fimmtán skip við leit að Ekasit. Þá var jafnvel stuðst við neðansjávarfar við leitina.

Leitin skilaði engum árangri og var leit hætt kvöldið 7. desember.

3. Fóturinn hékk á tægjum af holdi, sinum og æðum

Þær voru ekki fáar ófarir sjómanna á síðasta ári hvort sem þeir voru í landi eða til sjós. Hjálmar Sigurjónsson, skipstjóri á Ljósafelli SU-70, lenti í því óláni í snjósleðaferð að detta af sleðanum og renna niður brtta brekku þar sem hann lendir á kletti og heldur síðan áfram að renna einhverja 200 til 300 metra.

Þegar hann stoppar var enginn vafi um að hann hefði fótbrotnað. „Hann [fóturinn] snéri eiginlega öfugt og ég var alls ekki viss í hvora áttina ég átti að snúa honum til þess að hann væri réttur, en ég rambaði á það.“

Þá þurfti hann að skella á neyðarlínuna því hann mátti engan tíma missa viða að lýsa fyrir þeim nákvæmlega hvar hann var niður kominn. „Ég má bara ekki vera að þessu masi, ég þarf að fara að stoppa blæðingu.“

Fyrir tilviljun var þyrla á svæðinu og var hægt að flytja Hjálamr til aðhlynningar, en við tók langt bataferli.

4. Féll fyrir borð og drukknaði

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 10.37 þann 26. janúar ábending um að bátur væri hugsanlega strandaður við Engey, en engar upplýsingar voru í kerfum Landhelgisgæsl-unnar þess efnis að bátur hefði farið á sjó. Við athugun kom í ljós að bátur væri við Engey og talið að einn væri um borð. Þegar björgunarbáturinn Gróa Pétursdóttir mætti á staðinn fannst báturinn hins vegar mannlaus og við það hófst umfangsmikil leit að skipverjanum.

5. Fyrrverandi ráðherra er nú skipstjóri

Kristján Þór Júlíusson ákvað að endurheimta skipstjórnarréttindi sín eftir að hafa lokið stjórnmálaferlinum. Tók hann að sér starf afleysingaskipstjóra á hvalaskoðunarskipinu Hólmasól á Akureyri.

Vakti þetta töluverða athygli enda flestir orðnir vanir að sjá Kristján Þór í embættum fyrri hönd Sjálfstæðisflokksins.

6. „Ég hélt ég væri að fara að deyja“

Sannkallað björgunarafrek átti sér stað á árinu þegar tókst að bjarga hinum 26 ára gamla Alberti Páli Albertssyni sem féll fyrir borð þegar hann var við störf sem háseti á Víkingi AK í janúar á síðasta ári. Hann hafði flækst í svokallaða fallhlíf og fauk út í ískaldan sjó þegar veiðarfærinu var sleppt.

„Ég næ að losa stígvélið þegar ég er í sjónum. Um leið og það losn­ar kemur einhver kraftur, ég hugsaði bara að ég væri ekki að fara að láta son minn verða föðurlausan og að ég væri að fara að bjargast,“ sagði Albert Páll í einlægu viðtali í apríl.

7. Brim sendir frá sér yfirlýsingu

Theodór Ellertsson sjómann sagði í viðtali við RÚV farir sínar ekki sléttar eftir að hafa fengið taugaáfall úti á sjó þegar hann fékk fregnir af því að æskuvinur hans lægi milli heims og helju eftir árás á Blönduósi í lok ágúst, þar sem kona hans var myrt.

Í kjölfarið sendi Brim frá sér tilkynningu þar sem félagið kvaðst harma að: „verkferlar félagsins hafi brugðist í þessu máli. Mikilvægt er að fyrirtækið sýni starfsfólki og aðstendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í þessu tilviki. Brim mun endurskoða verkferla félagsins og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks.“

8. Ragnari var neitað um eldsneyti en heldur nú heim

Innrás Rússa í Úkraínu var fordæmd víða og vildu fæstir styðja við striðsreksturinn eða aðstoða einkavini Vladímírs Pútíns rússlandsforseta, en Vladimir Strzhalkovskí, fyrrverandi fulltrúi KGB og náinn vinur Pútíns, er sagður eigandi Ragnars.

Það varð því skyndilega erfitt fyrir lúxussnekkjuna Ragnar að fá eldsneyti þegar hún var stödd í Noregi því norskir birgjar neituðu að selja skipinu eldsneyti. „Ég á ekkert aflögu eftir framferði Rússa í Úkraínu. Af hverju ættum við að hjálpa þeim? Þeir geta róið heim. Eða notað segl,“ var haft eftir Sven Holmlund, framkvæmdastjóra Holmlund oljeservice.

Tókst að lokum skipstjóranum að festa kaup á 200 þúsund lítrum af olíu sem ætti að duga fyrri siglingu alla leið til heimahafnar á Möltu.

9. Sjaldgæf sjón við Eyjar

Hvalasérfræðingum í Vestmannaeyjum brá í brún þegar þeir komu auga á lítinn kálf, kominn af grindhvölum, synda í hóp með háhyrningum við strendur eyjanna í lok júní.

„Við höfum ekki séð þetta áður hér í Vestmannaeyjum,“ sagði dr. Filipa Samarra, rannsóknarsérfræðingur við starfsstöð Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum.

Vakti þessa þessi sjaldgæfa sjón athygli erlendis og var meðal ananrs fjallað um málið á vef tímaritsins Newsweek.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 934 kg
Samtals 934 kg
24.4.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 12.806 kg
Ýsa 1.274 kg
Steinbítur 114 kg
Ufsi 47 kg
Keila 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 14.256 kg
24.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.701 kg
Ýsa 13 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.717 kg
24.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.661 kg
Karfi 15 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.681 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 934 kg
Samtals 934 kg
24.4.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 12.806 kg
Ýsa 1.274 kg
Steinbítur 114 kg
Ufsi 47 kg
Keila 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 14.256 kg
24.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.701 kg
Ýsa 13 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.717 kg
24.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.661 kg
Karfi 15 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.681 kg

Skoða allar landanir »