Loðnuráðgjöf hækkar um 57 þúsund tonn

Sigurður VE-15 kemur til löndunar á Þórshöfn. Áhafnir loðnuskipanna geta …
Sigurður VE-15 kemur til löndunar á Þórshöfn. Áhafnir loðnuskipanna geta nú fagnað því að hámarksafli vertíðarinnar hækkar um 26%. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Hafrannsóknastofnun leggur til að hámarksafli á yfirstandandi loðnuvertíð verði 275.705 tonn. Það er rúmlega 57 þúsund tonna aukning frá fyrri ráðgjöf sem var 218.400 tonn og nemur aukningin því 26%.

Fram kemur í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar að „ráðgjöfin byggir á samteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (763 þús. tonn) og leiðangri sem fór fram dagana 23.-30. janúar (732 þús. tonn).“

Um vetrarmælinguna segir að „aðstæður til mælinga voru þokkalegar þessa daga og náðist yfir allt fyrirfram ákveðið rannsóknasvæði ef undan er skilið vestasti hlutinn. Þar hamlaði hafís yfirferðinni. […] Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum að teknu tilliti til afráns.“

Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar tóku bæði þátt í vetrarmælingu loðnustofnsins.
Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar tóku bæði þátt í vetrarmælingu loðnustofnsins. mbl.is/sisi

Misræmi var milli mælinga

Í október síðastliðnum lagði Hafrannsóknun til að hámarksafli á vertíðinni yrði ekki meiri en 218.400 tonn og byggði hún á niðurstöðum bergmálsmælinga á loðnustofninum á tímabilinu 27. ágúst til 29. september. Var ráðgjöfin töluverð vonbrigði þar sem um var að ræða 45,4% minna magn en gert var ráð fyrir í upphafsráðgjöf en hún nam 400.000 tonnum og byggði á magni ókynþroska loðnu í haustmælingum 2021.

Vegna þessa mikla misræmis milli mælinga var ákveðið að bíða ekki fram að vetrarmælingu í janúar og var haldið í auka-leiðangur í desember. Sú stofnmæling skilaði ekki marktækum niðurstöðum þar sem loðnan hafði ekki hafið göngu sína og hélt sig enn undir hafísnum. Var því ekki hægt að endurskoða ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á þeim grundvelli.

Tryggðu áreiðanleika með könnun

Til að tryggja að vetrarmælingin á loðnustofninum yrði marktæk hélt rannsóknaskipið Árni Friðriksson í könnunarleiðangur þar sem safnað var upplýsingum um göngur og dreifingu loðnustofnsins norður og austur af landinu.

Þann 23. janúar létu síðan fimm skip frá bryggju og héldu til mælinga á stærð loðnustofnsins. Bæði skip Hafarnnsóknastofnunar tóku þatt, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, auk þriggja skipa uppsjávarútgerða; Heimaey frá Vestmannaeyjum, Jóna Eðvaldsdóttir og Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði.

Niðurstöður þess leiðangurs eru, eins og fyrr segir, grundvöllur endurskoðaðarar ráðgjafar.

Gert er ráð fyrir að Árni Friðriksson haldi til loðnukönnunar á ný 10. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg
23.4.24 Brimsvala SH 262 Handfæri
Þorskur 726 kg
Samtals 726 kg
23.4.24 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
23.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.756 kg
Þorskur 60 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.836 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg
23.4.24 Brimsvala SH 262 Handfæri
Þorskur 726 kg
Samtals 726 kg
23.4.24 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
23.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.756 kg
Þorskur 60 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.836 kg

Skoða allar landanir »