Andmæla því að úrræðum hafi ekki verið beitt

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir ekki rétt að stofnunin …
Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir ekki rétt að stofnunin hafi ekki nýtt þvingunarúrræði með markvissum hætti eins og haldið er fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Samsett mynd

Matvælastofnun andmælir því að þvingunarúrræðum stofnunarinnar hafi ekki verið beitt af markvissum hætti eins og segir í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Þeim sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við Ríkisendurskoðun.

Þetta segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, beðin um álit á nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðenda um lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirliti í sjókvíaeldi á Íslandi.

„Dæmin sem vísað er í er annarsvegar að í tilviki þar sem lífmassi rekstrarleyfis er sagður hafa farið fram úr heimild. Þar var um að ræða rekstrarleyfi sem heimilaði framleiðslu upp á 6.000 tonn árlega, skv. þágildandi lögum. Ekki voru ákvæði um hámarkslífmassa í því leyfi. Þess utan fór lífmassinn hvorki yfir hámarkslífmassa áhættumats erfðablöndunar né yfir burðarþolsmat þess fjarðar sem leyfið var í. Það leyfi var endurnýjað 2. júní 2022 þar sem ákvæði um 6.000 tonna hámarkslífmassa var komið inn. Matvælastofnun væntir þess að við endurskoðun á lögum um fiskeldi verði m.a. heimilt að beita þvingunarúrræðum við brot á hámarkslífmassa rekstrarleyfa óháð því hvort lífmassinn fari yfir heimilaðan hámarkslífmassa áhættumats erfðablöndunar eða burðarþolsmats hafssvæða,“ útskýrir hún.

Ríkisendurskoðun bendir einnig á í athugasemdum sínum að starfsemi rekstraraðila hafi legið niðri lengur en fimm ár án þess að Matvælastofnun hafi fellt úr gildi rekstrarleyfi. „Matvælastofnun hafnaði endurnýjun á leyfi en sú ákvörðun stofnunarinnar var felld úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála með úrskurði nr. 105/2021,“ segir Hrönn Ólína.

Kveðst fagna skýrslunni

Að þessum fyrrnefndu þáttum undanskildum fagnar Matvælastofnun skýrslunni, að sögn hennar.

„Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ítarleg og fagleg. Stofnunin hefur verið að byggja upp eftirlit með fiskeldi undanfarið en það þarf að bæta eftirlit með fiskeldi til muna til að fylgja eftir vexti greinarinnar, en eins og staðan er í dag, þá höfum við ekki náð því nægjanlega. Þar þurfa að koma inn m.a. lagaheimildir, fjármögnun t.a.m. með nýrri gjaldskrá, tækjabúnaður og almenn stefna stjórnvalda og því fögnum við að skýrslunni í heild sinni og þeirri stefnumótun sem ráðuneytið er að vinna að varðandi fiskeldi.“

Kveðst Hrönn Ólína vænta þess að „ef lagaramminn í kringum fiskeldi verði endurskoðaður, þá verði þvingunarúrræði stofnunarinnar endurskoðuð og efld.“ Þá fagni stofnunin því ef „umsóknarferli fyrir leyfisveitingar til fiskeldis verður endurskoðað og mun taka fullan þátt í þeirri endurskoðun verði þess óskað.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.3.23 485,48 kr/kg
Þorskur, slægður 29.3.23 589,19 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.3.23 387,56 kr/kg
Ýsa, slægð 29.3.23 256,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.3.23 236,80 kr/kg
Ufsi, slægður 29.3.23 309,05 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 29.3.23 332,46 kr/kg
Litli karfi 29.3.23 0,23 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.23 Geir ÞH-150 Dragnót
Skarkoli 1.516 kg
Steinbítur 241 kg
Þorskur 131 kg
Sandkoli 65 kg
Samtals 1.953 kg
29.3.23 Bárður SH-811 Þorskfisknet
Þorskur 707 kg
Ýsa 475 kg
Ufsi 180 kg
Langa 89 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.498 kg
29.3.23 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 26.894 kg
Ufsi 13.319 kg
Ýsa 10.215 kg
Samtals 50.428 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.3.23 485,48 kr/kg
Þorskur, slægður 29.3.23 589,19 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.3.23 387,56 kr/kg
Ýsa, slægð 29.3.23 256,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.3.23 236,80 kr/kg
Ufsi, slægður 29.3.23 309,05 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 29.3.23 332,46 kr/kg
Litli karfi 29.3.23 0,23 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.23 Geir ÞH-150 Dragnót
Skarkoli 1.516 kg
Steinbítur 241 kg
Þorskur 131 kg
Sandkoli 65 kg
Samtals 1.953 kg
29.3.23 Bárður SH-811 Þorskfisknet
Þorskur 707 kg
Ýsa 475 kg
Ufsi 180 kg
Langa 89 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.498 kg
29.3.23 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 26.894 kg
Ufsi 13.319 kg
Ýsa 10.215 kg
Samtals 50.428 kg

Skoða allar landanir »