Þórður á Sólberginu kvaddi á toppnum

Gunnar Sigvaldason útgerðamaður (t.v.) og Þórður Þórðarson yfirvélstjóri (t.h.) hafa …
Gunnar Sigvaldason útgerðamaður (t.v.) og Þórður Þórðarson yfirvélstjóri (t.h.) hafa verið vinir og samstarfsmenn í 36 ár og tók Gunnar vel á móti Þórði þegar hann steig í land í síðasta sinn. Ljósmynd/Björn Valdimarsson

Það er óhætt að segja að vélstjórinn Þórður Þórðarson hafi lokið 52 ára sjómannsferli á toppnum er hann steig í síðasta sinn frá borði þann 15. desember síðastliðinn. Þann morgun kom frystitogarinn Sólberg ÓF-1, sem Rammi hf. gerir út, til Siglufjarðar með um 600 tonn af þorski, 130 tonn af ufsa og 100 tonn af ýsu. Að þessum afla meðtöldum hafði á síðasta ári verið landað yfir 12 þúsund tonnum úr skipinu og var aflaverðmæti ársins rúmir sjö milljarðar króna, mest allra íslenskra togara frá upphafi.

Þórður er nýkominn heim frá Tyrklandi þegar blaðamaður nær af honum tali. Hann hefur ekki setið verkefnalaus frá því að sjómennskunni lauk og sinnir nú eftirliti fyrir hönd Ramma hf. vegna smíða nýs ísfisktogara af smærri gerð sem nú fer fram í Tyrklandi, en gert er ráð fyrir að skipið verði afhent í haust

Síðasta verk Þórðar um borð í Sólbergi var að fylgja …
Síðasta verk Þórðar um borð í Sólbergi var að fylgja eftir alsherjar upptekt á aðalvél skipsins. Ljósmynd/Hjalti Gunnarsson

Spurður hvernig hafi verið að ljúka ferlinum á Íslandsmeti, svarar hann: „Það er frábært að slútta þar. Ég held ég sé ekki að segja ósatt þegar ég segi að Sólbergið sé aflahæsti togari í Norðurhöfum, að Norðmönnum og Færeyingum meðtöldum.“

Þórður kveðst ekki í vafa um hverju það er að þakka að þessum árangri hafi verið náð. „Það er samspil allra þátta, bæði áhafnar og búnaðar, og ekki síst frábærra vélstjóra,“ segir hann og skellir upp úr. „Skipið er líka mjög gott og öflugt,“ bætir hann við.

Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að hann muni sakna sjómennskunnar og viðurkennir að þessi langa fjarvera frá fjölskyldunni geti verið erfið, sérstaklega þegar börnin voru ung. Ekki er spurning hvort fjölskyldan hafi verið ánægð að fá Þórð í land eftir öll þessi ár. „Já, allir ánægðir með það. Alla vega eftir þetta ár,“ svarar hann og hlær.

Viðtalið við Þórð má lesa í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »