Óteljandi tækifæri með ofurrófstækni

Konráð Olavsson, framkvæmdastjóri Maritech á Íslandi, segir ótvíræðan kost að …
Konráð Olavsson, framkvæmdastjóri Maritech á Íslandi, segir ótvíræðan kost að eiga í samstarfi við fyrirtæki sem eru reiðubúin til að taka þátt í að prófa nýja tækni, það sé ekki sjálfgefið. Bíða margir spenntir eftir niðurstöðum þróunarverkefnanna. Hákon Pálsson

Fáir hugsa um sjávarútveg þegar ofurrófsmyndavélar (e. hyperspectral imaging) eru nefndar enda hefur slík tækni til þess varið notuð til að greina fornminjar í Amason-frumskóginum, landris, málma í grjóti í námuiðnaði og ekki síst er tæknin notuð í læknavísindunum.

Maritech Eye er enn eitt skrefið sem tekið er í sjálfvirknivæðingu framleiðslu sjávarfangs þar sem ofurrófsmyndavélatækni með aðstoð gervigreindar sinnir gæðaeftirliti. Tæknin er rétt byrjuð að ryðja sér rúms í sjávarútvegi og hafa Brim, Útgerðarfélag Reykjavíkur og Samherji þegar tekið í notkun Maritech Eye-tæki.

„Mannsaugað og myndavélar nema bara mjög lítinn hluta af geislasviðinu,“ útskýrir Konráð Hatlemark Olavsson, framkvæmdastjóri Maritech á Íslandi. Hann bendir á að innan sjávarútvegs og fiskeldis sé þegar verið að nota röntgengeisla til að greina beingarða, en með ofurrófstækninni er hægt að greina mun fleiri hluti.

Ofurrófstæknin býður upp á fjölda tækifæra í gæðaeftirliti í sjávarútvegi, …
Ofurrófstæknin býður upp á fjölda tækifæra í gæðaeftirliti í sjávarútvegi, sem og tækifæri á sviði tegunda- og stærðargreiningu afla. Ljósmynd/Maritech

„Í hvítfisknum erum við að leita til dæmis að ormum og blóði. Við sjáum í gegnum roðið á hvítfiski, þannig að ef þú myndar heilan fisk geturðu séð mar eða hvort hann hafi verið illa blóðgaður til dæmis.“

Spurður hvort fiskurinn þurfi að vera eitthvað verkaður til að hægt sé að nýta Maritech Eye í hefðbundinni íslenskri fiskvinnslu, svarar Konráð því neitandi. „Við getum skannað hann í hvaða formi sem er, þess vegna heilan. Tækið getur greint allt sem það kann að greina og það finnur það sem við erum að leita að hverju sinni. Með gervigreind getum við kennt tækinu að þekkja mismunandi hluti.“

Lesa má nánar um tæknina í viðtali við Konráð í síðustu útgáfu 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.7.25 467,24 kr/kg
Þorskur, slægður 10.7.25 435,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.7.25 339,98 kr/kg
Ýsa, slægð 10.7.25 352,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.7.25 164,32 kr/kg
Ufsi, slægður 10.7.25 251,49 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 10.7.25 255,48 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.7.25 Sif EA 76 Handfæri
Þorskur 794 kg
Karfi 22 kg
Samtals 816 kg
10.7.25 Elley EA 250 Þorskfisknet
Þorskur 241 kg
Samtals 241 kg
10.7.25 Lukka EA 777 Handfæri
Þorskur 774 kg
Ufsi 503 kg
Samtals 1.277 kg
10.7.25 Spói RE 47 Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
10.7.25 Jónína EA 185 Handfæri
Þorskur 776 kg
Karfi 10 kg
Samtals 786 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.7.25 467,24 kr/kg
Þorskur, slægður 10.7.25 435,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.7.25 339,98 kr/kg
Ýsa, slægð 10.7.25 352,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.7.25 164,32 kr/kg
Ufsi, slægður 10.7.25 251,49 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 10.7.25 255,48 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.7.25 Sif EA 76 Handfæri
Þorskur 794 kg
Karfi 22 kg
Samtals 816 kg
10.7.25 Elley EA 250 Þorskfisknet
Þorskur 241 kg
Samtals 241 kg
10.7.25 Lukka EA 777 Handfæri
Þorskur 774 kg
Ufsi 503 kg
Samtals 1.277 kg
10.7.25 Spói RE 47 Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
10.7.25 Jónína EA 185 Handfæri
Þorskur 776 kg
Karfi 10 kg
Samtals 786 kg

Skoða allar landanir »