Snarræði bjargaði áhöfn línubáts

Jón Páll Jakobsson útgerðarmaður í Noregi missti bátinn í bruna. …
Jón Páll Jakobsson útgerðarmaður í Noregi missti bátinn í bruna. Hann segir mildi að ekki fór verr og allir í áhöfn komust lífs af. Báturinn er stórskemmdur og verður fargað. Ljósmynd/Aðsend

Hinn 14. febrúar síðstliðinn kviknaði skyndilega í línubátnum Jakobi sem gerður er út frá Båtsfjord í Norður-Noregi. Jón Páll Jakobsson frá Bíldudal var skipstjóri um borð og er meirihlutaeigandi útgerðarinnar. Hann segir ótrúlegt að hafa komist frá borði enda hafi aðeins liðið nokkrar mínútur frá því að reykur uppgötvast í myndavélakerfinu og þar til báturinn er alelda.

Í fyrstu gengur erfiðlega að átta sig á því hvaðan reykurinn kemur. Allt í einu finnur Jón Páll að honum er að hitna mikið. „Ég fer fram og það var komið myrkur, báturinn yfirbyggður og við kveikjum á ljóskösturum á efsta dekki. Þar sjáum við bara kolsvartan reyk sem gýs upp. Það sem verra er að björgunarbáturinn brennur. […] Þetta er það versta sem gerist um borð í skipi held ég. Maður verður frekar lítill þegar þetta gerist.“

Miklar skemmdir urðu á bátnum sem er ónýtur eftir brunann.
Miklar skemmdir urðu á bátnum sem er ónýtur eftir brunann. Aðsend

Það mátti litlu muna að þriggja manna áhöfn bátsins yrði að stökkva frá borði í myrkrið og kaldan sjóinn eða verða eldinum að bráð. Það tókst hins vegar að sigla í flýti að næstu höfn og klifra upp á bryggjuna. „Það var fjara og þegar ég kom mér upp á bryggju og lá þar varð yfirtendrun einhverjum 10 eða 20 sekúndum seinna.“

Hvernig heldur maður höfðinu köldu við svona aðstæður?

„Ég veit það ekki. Ég hélt ró minni allan tímann og strákarnir sem voru með mér líka. En við gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði erfitt, við vorum í mikilli lífshættu. Ég vil ekki hugsa það til enda hvað hefði getað gerst ef við hefðum verið á öðrum stað. Sem betur fer vorum við búnir að vera með brunaæfingar reglulega.“ 

Nánar er rætt við Jón Pál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.23 379,09 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.23 495,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.23 274,66 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.23 351,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.23 242,68 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.23 293,65 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 2.6.23 254,93 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.6.23 308,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.6.23 Málmey Botnvarpa
Þorskur 93.319 kg
Ufsi 55.805 kg
Ýsa 22.521 kg
Karfi 21.342 kg
Skarkoli 1.651 kg
Hlýri 1.597 kg
Steinbítur 896 kg
Þykkvalúra 658 kg
Langa 453 kg
Keila 21 kg
Skötuselur 2 kg
Langlúra 1 kg
Samtals 198.266 kg
2.6.23 Kría ÍS-411 Sjóstöng
Ýsa 18 kg
Samtals 18 kg
2.6.23 Fýll ÍS-412 Sjóstöng
Steinbítur 144 kg
Samtals 144 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.23 379,09 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.23 495,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.23 274,66 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.23 351,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.23 242,68 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.23 293,65 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 2.6.23 254,93 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.6.23 308,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.6.23 Málmey Botnvarpa
Þorskur 93.319 kg
Ufsi 55.805 kg
Ýsa 22.521 kg
Karfi 21.342 kg
Skarkoli 1.651 kg
Hlýri 1.597 kg
Steinbítur 896 kg
Þykkvalúra 658 kg
Langa 453 kg
Keila 21 kg
Skötuselur 2 kg
Langlúra 1 kg
Samtals 198.266 kg
2.6.23 Kría ÍS-411 Sjóstöng
Ýsa 18 kg
Samtals 18 kg
2.6.23 Fýll ÍS-412 Sjóstöng
Steinbítur 144 kg
Samtals 144 kg

Skoða allar landanir »