Kjartan Páll tók við strandveiðifélaginu

Kjartan Páll Sveinsson var kjörinn nýr formaður Strandveiðifélags Íslands.
Kjartan Páll Sveinsson var kjörinn nýr formaður Strandveiðifélags Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Strandveiðifélags Íslands sem fram fór 5. mars síðastliðinn og var Kjartan Páll Sveinsson kjörinn formaður félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu.

Fram kemur að í félaginu séu um 300 félagsmenn og sé ár liðið frá stofnun þess. Tilgangur félagsins er sagður vera að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur.  Auk þess að koma í veg fyrir það sem félagið segir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun og fullyrt er að brjóti í bága við stjórnarskrá Íslands.

„Það var þungt yfir fólki á fundinum vegna nýjasta útspils matvælaráðherra um svæðaskiptingu og bráðabirgðatillagna frá verkefninu Auðlindin okkar. Strandveiðifélag Íslands á fulltrúa í sjávarútvegsnefndinni en ekki í starfshópunum í því verkefni. Augljóst var af bráðabirgðatillögunum að dæma að ekki var tekið tillit til neins af þeim leiðum, lausnum og sjónarmiðum sem við komum á framfæri á fundunum. Mátti skilja sem svo að Auðlindin okkar miði gagngert að því útrýma strandveiðum,“ segir í tilkynningunni.

Nýr formaður félagsins, Kjartan Páll, er strandveiðimaður og félagsfræðingur. Hann lauk BA-gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands og er með doktorspróf í félagsfræði frá London School of Economics. Kjartan hefur starfað á sviði rannsókna og opinberrar stefnumótunar í nær 20 ár, bæði á Íslandi og Bretlandi, en hafið á hug hans og hjarta.

Ný stjórn:

  • Axel Örn Guðmundur Geirdal
  • Álfheiður Eymarsdóttir
  • Birgir Haukdal Rúnarsson
  • Friðjón Ingi Guðmundsson
  • Gísli Einar Sverrisson
  • Gísli Páll Guðjónsson
  • Halldóra Kristín Unnarsdóttir
  • Hjörtur Sævar Steinason
  • Þórólfur Júlían Dagsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »