Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255 fékk hluta af flugvélarbraki og líkamsleifar í trollið á miðvikudaginn þegar skipið var á veiðum á Jökuldýpi, um 50 mílur vestur af Reykjanesi. Vísir.is greindi fyrst frá málinu.
Kristján Ólafsson skipstjóri segir í samtali við mbl.is að um stélpart sé að ræða, hluta af ytra byrði og annan mótor vélarinnar. „Þetta er ekki heil flugvél, það eru engar innréttingar eða neitt slíkt. Bara hlutar af brakinu,“ segir hann.
Merkingar sjást þokkalega þannig áhöfnin telur sig vita um hvaða vél er að ræða
„Það er málning á þessu og ein og önnur merking, þannig við teljum okkur vita hvaða vél þetta er, en það á alveg eftir að fá það staðfest.“
Með brakinu komu upp líkamsleifar, stór partur af höfuðkúpu, að sögn Kristjáns.
Fyrst þegar skipverjar sáu brakið í trollinu áttuðu þeir sig ekki á hvað var um að ræða, sáu það bara sem einhvern aðskotahlut. Það vaknaði þó hjá þeim forvitni.
„Þetta er óvenjulegt og menn fóru að spá í hvað þetta væri og svo hvaða vél þetta væri. Svo þegar við fórum að vinna fiskinn þá kemur meira niður þar, flugvélapartar. Þar kemur líka taska, ásamt þessum líkamsparti. Við sáum það því aldrei í trollinu.“
Í kjölfarið var haft samband við Landhelgisgæsluna og fékk áhöfnin fyrirmæli um varðveislu braksins og líkamsleifanna.
„Þetta er væntanlega líkamspartur af flugmanninum og það er ákveðin virðing sem við höfum í kringum það,“ segir Kristján, en ekki var talin þörf á því að skipið kæmi í land vegna fundarins.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir við mbl.is að málið hafi komið inn á borð lögreglu. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra muni rannsaka líkamsleifarnar þegar þær koma í land og rannsóknarnefnd samgönguslysa brakið úr vélinni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.3.23 | 494,96 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.3.23 | 546,83 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.3.23 | 402,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.3.23 | 310,96 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.3.23 | 237,88 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.3.23 | 319,22 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 27.1.23 | 237,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.3.23 | 213,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.3.23 | 323,80 kr/kg |
Litli karfi | 20.3.23 | 0,00 kr/kg |
20.3.23 Geir ÞH-150 Dragnót | |
---|---|
Steinbítur | 2.444 kg |
Skarkoli | 1.043 kg |
Þorskur | 911 kg |
Sandkoli | 116 kg |
Ýsa | 9 kg |
Samtals | 4.523 kg |
20.3.23 Straumey EA-050 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.542 kg |
Ýsa | 1.127 kg |
Hlýri | 112 kg |
Steinbítur | 41 kg |
Karfi | 28 kg |
Samtals | 2.850 kg |
20.3.23 Fanney EA-048 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 963 kg |
Þorskur | 458 kg |
Hlýri | 10 kg |
Samtals | 1.431 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.3.23 | 494,96 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.3.23 | 546,83 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.3.23 | 402,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.3.23 | 310,96 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.3.23 | 237,88 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.3.23 | 319,22 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 27.1.23 | 237,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.3.23 | 213,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.3.23 | 323,80 kr/kg |
Litli karfi | 20.3.23 | 0,00 kr/kg |
20.3.23 Geir ÞH-150 Dragnót | |
---|---|
Steinbítur | 2.444 kg |
Skarkoli | 1.043 kg |
Þorskur | 911 kg |
Sandkoli | 116 kg |
Ýsa | 9 kg |
Samtals | 4.523 kg |
20.3.23 Straumey EA-050 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.542 kg |
Ýsa | 1.127 kg |
Hlýri | 112 kg |
Steinbítur | 41 kg |
Karfi | 28 kg |
Samtals | 2.850 kg |
20.3.23 Fanney EA-048 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 963 kg |
Þorskur | 458 kg |
Hlýri | 10 kg |
Samtals | 1.431 kg |