Vilja ekki fullyrða af hvaða vél brakið er

Ekki var talin þörf á því að flýta heimför skipsins …
Ekki var talin þörf á því að flýta heimför skipsins vegna fundarins. Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson

Hvorki lögreglan né Rannsóknarnefnd samgönguslysa vilja fullyrða neitt um það af hvaða flugvél brakið er sem áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255 fékk í trollið á miðvikudag. Með brakinu komu einnig upp líkamsleifar, stór hluti af höfuðkúpu, að sögn skipstjóra.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur fengið sendar myndir af brakinu en lögreglustjóri segir ekki tímabært að segja til um það úr hvaða vél brakið er.

„Klárlega eru menn að velta fyrir sér hvað er þarna er á ferðinni en við erum ekki komnir á þann stað að fullyrða eitt né neitt um það úr hvaða flugvél þetta brak er,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is.

„Nú bíðum við bara eftir því að brakið komi á land, svo verður þetta skoðað,“ bætir hann við, en skipið er væntanlegt til hafnar þann 22. mars næstkomandi.

Ekki talin þörf á flýta heimför

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra mun rannsaka líkamsleifarnar þegar þær koma í land og rannsóknarnefnd samgönguslysa brakið úr vélinni.

„Okkur hefur verið tilkynnt um þetta og skoðum þetta bara þegar það kemur í land. Þá sjáum við hvert það leiðir okkur. Við viljum ekki leggja neitt mat á þetta fyrir það,“ segir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa, spurður hvort liggi fyrir einhverjar hugmyndir af hvaða flugvél brakið er.

Skipið var á veiðum á Jök­ul­dýpi, um 50 míl­ur vest­ur af Reykja­nesi þegar brakið kom í veiðarfærin. Haft var samband við Landhelgisgæsluna og fékk áhöfnin fyrirmæli um varðveislu braksins og líkamsleifanna. Lögreglan taldi ekki þörf á því að skipið kæmi fyrr til hafnar vegna fundarins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.9.23 548,63 kr/kg
Þorskur, slægður 22.9.23 592,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.9.23 268,46 kr/kg
Ýsa, slægð 22.9.23 206,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.9.23 248,35 kr/kg
Ufsi, slægður 22.9.23 304,22 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 22.9.23 271,49 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.23 Sævar SF 272 Handfæri
Ufsi 1.089 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 1.525 kg
23.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 418 kg
Hlýri 165 kg
Karfi 85 kg
Keila 64 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 738 kg
23.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 283 kg
Hlýri 277 kg
Grálúða 213 kg
Karfi 135 kg
Keila 84 kg
Ufsi 40 kg
Ýsa 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.039 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.9.23 548,63 kr/kg
Þorskur, slægður 22.9.23 592,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.9.23 268,46 kr/kg
Ýsa, slægð 22.9.23 206,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.9.23 248,35 kr/kg
Ufsi, slægður 22.9.23 304,22 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 22.9.23 271,49 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.23 Sævar SF 272 Handfæri
Ufsi 1.089 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 1.525 kg
23.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 418 kg
Hlýri 165 kg
Karfi 85 kg
Keila 64 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 738 kg
23.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 283 kg
Hlýri 277 kg
Grálúða 213 kg
Karfi 135 kg
Keila 84 kg
Ufsi 40 kg
Ýsa 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.039 kg

Skoða allar landanir »