Landaði sínum fyrsta farmi á Eskifirði

Hjörtur Valsson skipstjóri á Margréti EA segir nýtt skip Samherja …
Hjörtur Valsson skipstjóri á Margréti EA segir nýtt skip Samherja reynast vel. Ljósmynd/Samherji

Uppsjávaraskipið Margrét EA 710 kom til hafnar á Eskifirði í gær með tvö þúsund tonn af loðnu og er það fyrsta löndun fyrir nýja eigendur, Samherja.

„Skipið fór frá Skotlandi á sunnudegi og innan við viku síðar er sem sagt landað hérna á Eskifirði. Geri aðrir betur segi ég nú bara. Loðnuvertíðin er líklega á lokametrunum, þannig að hver sólarhringur er dýrmætur,“ segir Hjörtur Valsson, skipstjóri á Margréti, í færslu á vef Samherja.

Skipið var smíðað í Noregi árið 2008 en keypt í Skotlandi og bar þá nafnið Christina S. Komið var ti Reykjavíkur 8. mars síðastliðinn og var haldið á loðnumiðin út af Reykjanesi á föstudagsmorgun. Þar var afli fjöggurra skipa dælt um borð og var síðan stefnan sett á Eskifjörð.

Margrét EA kemur til hafnar á Eskifirði með fyrsta farminn …
Margrét EA kemur til hafnar á Eskifirði með fyrsta farminn fyrir nýja eigendur. - Margrét EA - loðnuvertíð - Samherji Ljósmynd/Samherji

„Allir tanknar skipsins eru fullir og líklega tekur um sólarhring að dæla hráefninu í land. Okkar fyrsta reynsla af skipinu er góð í alla staði, það fer vel um mannskapinn og allur aðbúnaður er til fyrirmyndar. Tækjabúnaðurinn er sömuleiðis góður, vélin er kraftmikil og er auk þess lítið keyrð. Það er greinilegt að fyrri eigendur hugsuðu vel um skipið. Við erum sjö í áhöfn og ég heyri ekki annað en að allir séu sérlega ánægðir með skipið og aðbúnaðinn,“ útskýrir Hjörtur.

Hann segir jafnframt skemmtilegt fyrir skipstjóra að landa fyrsta farmi. „Þar sem loðnuvertíðin er senn á enda, er líklegt að Margrét fari næst á kolmunnaveiðar og svo á makríl. Skipið er ekki búið til nótaveiða, en vel útbúið til veiða með flottrolli. Þetta er hörku gott skip, frændurnir Kristján og Þorsteinn Már gerðu greinilega góð og skynsamleg kaup.“

Gert klárt fyrir dælingu.
Gert klárt fyrir dælingu. Ljósmynd/Samherji
Hjörtur og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í brúnni á …
Hjörtur og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í brúnni á nýju skipi. Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.9.24 499,72 kr/kg
Þorskur, slægður 10.9.24 309,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.9.24 311,59 kr/kg
Ýsa, slægð 10.9.24 290,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.9.24 102,96 kr/kg
Ufsi, slægður 9.9.24 296,49 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 9.9.24 327,00 kr/kg
Litli karfi 1.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.9.24 259,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 800 kg
Samtals 800 kg
10.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 513 kg
Keila 130 kg
Ýsa 39 kg
Hlýri 14 kg
Karfi 3 kg
Samtals 699 kg
10.9.24 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 7.441 kg
Þorskur 5.096 kg
Samtals 12.537 kg
10.9.24 Saxhamar SH 50 Dragnót
Þorskur 1.937 kg
Skarkoli 657 kg
Ýsa 287 kg
Samtals 2.881 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.9.24 499,72 kr/kg
Þorskur, slægður 10.9.24 309,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.9.24 311,59 kr/kg
Ýsa, slægð 10.9.24 290,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.9.24 102,96 kr/kg
Ufsi, slægður 9.9.24 296,49 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 9.9.24 327,00 kr/kg
Litli karfi 1.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.9.24 259,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 800 kg
Samtals 800 kg
10.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 513 kg
Keila 130 kg
Ýsa 39 kg
Hlýri 14 kg
Karfi 3 kg
Samtals 699 kg
10.9.24 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 7.441 kg
Þorskur 5.096 kg
Samtals 12.537 kg
10.9.24 Saxhamar SH 50 Dragnót
Þorskur 1.937 kg
Skarkoli 657 kg
Ýsa 287 kg
Samtals 2.881 kg

Skoða allar landanir »