Getur íslenski þorskurinn orðið næsta Gucci?

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Ársfundur samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður haldin í Hörpu í dag klukkan 13. Að sögn Heiðrúnar Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra SFS verður lögð áhersla á framtíð sjávarútvegsins, en SFS telur verðmætasköpun sjávarauðlindarinnar geta tvöfaldast á næstu 10 árum.  

Heiðrún segir marga þætti koma að aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi.

„Við teljum hægt að auka magnið, bæta nýtingu og vinnslu. Auka átak í markaðsmálum og bæta aðgengi að mörkuðum, og síðan er auðvitað kannski þar sem stóra vaxtartækifærið liggur, það er í eldi, bæði á sjó og í landi.“

Hún segir ef allt gangi að óskum ætti SFS að geta tvöfaldað verðmætasköpun á næstu 10 árum.

„Það er allra tap“ 

Heiðrún segir meðal annars mikilvægt að bæta hafrannsóknir en erindi Marty Odlin, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Running Tide, snýr að heilsu hafsins, hafrannsóknum og bættu aðgengi að gögnum.

„Ef að við leggjum minna í hafrannsóknir þá vöktum við minna og óvissan verður meiri“ segir Heiðrún. „Það er allra tap“ segir hún og bætir við að með auknum hafrannsóknum sé hægt að ná meira magni úr sjó.

Markaðssetja þorskinn sem hágæðavöru

Markaðssetning þorsksins verður einnig til umræðu á fundinum en Mark Ritson, vörumerkjaráðgjafi, verður með ávarp titlað „Getur íslenski þorskurinn orðið næsta Gucci?“ sem fjallar um hvernig megi gera íslenska þorskinn að hágæðavöru sem neytandinn er tilbúin að greiða enn meira fyrir á alþjóðamarkaði.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og ráðherra sjávarútvegsmála verður einnig með ávarp á fundinum. Þar stiklar hún á stóru um framvindu í sjávarútvegsmálum á þeim tíma sem hún hefur gegnt embættinu, meðal annars í verkefninu Auðlindin okkar, sem hefur það að markmiði að stuðla að hagkvæmri og sjálfbærri nýtingu auðlinda, sem sé í sátt við umhverfi og samfélag.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.23 477,08 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.23 465,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.23 457,14 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.23 354,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.23 280,02 kr/kg
Ufsi, slægður 30.5.23 336,17 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.23 357,68 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.5.23 192,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.5.23 Hrefna SF-052 Handfæri
Þorskur 565 kg
Ufsi 85 kg
Langa 6 kg
Samtals 656 kg
31.5.23 Birna SF-147 Handfæri
Ufsi 1.071 kg
Þorskur 794 kg
Samtals 1.865 kg
31.5.23 Lundi ST-011 Handfæri
Þorskur 749 kg
Samtals 749 kg
31.5.23 Þorbjörg RE-006 Handfæri
Þorskur 756 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 766 kg
31.5.23 Ragney HF-042 Handfæri
Þorskur 703 kg
Samtals 703 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.23 477,08 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.23 465,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.23 457,14 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.23 354,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.23 280,02 kr/kg
Ufsi, slægður 30.5.23 336,17 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.23 357,68 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.5.23 192,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.5.23 Hrefna SF-052 Handfæri
Þorskur 565 kg
Ufsi 85 kg
Langa 6 kg
Samtals 656 kg
31.5.23 Birna SF-147 Handfæri
Ufsi 1.071 kg
Þorskur 794 kg
Samtals 1.865 kg
31.5.23 Lundi ST-011 Handfæri
Þorskur 749 kg
Samtals 749 kg
31.5.23 Þorbjörg RE-006 Handfæri
Þorskur 756 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 766 kg
31.5.23 Ragney HF-042 Handfæri
Þorskur 703 kg
Samtals 703 kg

Skoða allar landanir »