40 milljarða loðnuvertíð lauk á hörðum lokaspretti

Loðnan streymir um borð í Börk NK á miðunum fyrr …
Loðnan streymir um borð í Börk NK á miðunum fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Loðnuvertíðinni lauk fyrir fullt og allt um helgina og hafa íslensku skipin náð sínum kvóta en útgefinn kvóti nam 329 þúsund tonnum. Þykir hafa tekist einstaklega vel til enda hefur gríðarlegu magni af hrognaloðnu verið landað á vertíðinni.

Mikil óvissa er með endanlegt útflutningsverðmæti loðnuafurðanna þar sem ekki hefur verið lokið við öll viðskiptin en varlega áætlað má gera ráð fyrir að vertíðin skili yfir 40 milljörðum króna að því sem 200 mílur komast næst.

Fram kom í Morgunblaðinu í dag að aldrei hafi verið meira verið framleitt af hrognum hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði, alls hafi verið landað um 30 þúsund tonnum af loðnu í hrognatöku hjá fyrirtækinu.

Hafrannsóknastofnun tilkynnti 24. febrúar síðastliðinn um að ráðlagður hámarksafli yrði 459.800 tonn, sem var 184 þúsund tonnum meira en gert var ráð fyrir í fyrri ráðgjöf. Stutt var talið eftir af vertíðinni og þurfti því að leggja allt af mörkum til að ná kvótanum.

Veðurfar í mars var með eindæmum gott og gerði það að verkum að mörg skip misstu ekki einn einasta dag af veiðum vegna veðurs en unnið hefur verið ákaft í afurðastöðvum landsins.

Mannskapur tekinn úr saltfiski

„Við frystum alls um 9.000 tonn af loðnu og loðnuhrognum, margfalt meira en gera mátti ráð fyrir í fyrstu,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, um loðnuvertíðina í færslu sem birt var nýverið á vef fyrirtækisins.

„Í upphafi bjuggum við okkur nefnilega undir vertíð í tveimur stuttum lotum, annars vegar í loðnufrystingu, hins vegar í hrognafrystingu. Aflaheimildirnar okkar voru fyrst um 15.000 tonn en enduðu í tæplega 40.000 tonnum,“ útskýrir hann.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Sem betur fer hafi veðurskilyrði verið góð og gengu því veiðar vel. Unnið var samfellt dag og nótt frá 15. febrúar til 21. mars. „Svona nokkuð höfum við aldrei upplifað áður.“

„Uppsjávarvinnslan kallaði eðlilega á meiri mannskap en við sáum fyrir. Þess vegna urðum við að færa fólk þangað úr saltfiskinum og draga tímabundið úr saltfiskframleiðslu. Nú hrekkur sá þáttur starfseminnar í fyrra horf. […] Ég á engin orð til að lýsa þakklæti í garð starfsfólks okkar og þrautseigju þess til sjós og lands. Vinnuálagið var gríðarlegt í vertíðartörn sem á sér enga hliðstæðu í fyrirtækinu. Starfsfólkið stóð sig frábærlega og gott betur en það,“ segir Binni.

Besta vertíðin í langan tíma

Þessi gríðarlega aukning í aflaheimildum hafði áhrif á allar uppsjávarútgerðir landsins og jókst til að mynda loðnukvóti Ísfélags Vestmannaeyja úr 35 þúsund tonnum í 64 þúsund tonn.

„Við höfum lokið við veiðarnar og Ísfélagsskipin búin að veiða 64.000 tonn á þessari loðnuvertíð sem verður að teljast ein sú besta í langan tíma,“ var haft eftir Eyþóri Harðarsyni, útgerðarstjóra Ísfélags Vestmannaeyja, á Eyjar.net fyrir helgi.

Þar upplýsti hann að 12.600 tonn hafi farið í heilfrysta loðnu og hrogn, en afgangurinn hafi farið í bræðslu.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja.
Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »