Glóð barst í eldfima plastteninga

Bruni í húsnæði Arctic Fish á Tálknafirði.
Bruni í húsnæði Arctic Fish á Tálknafirði. Ljósmynd/Friðbjörn Steinar Ottósson

Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið rannsókn á bruna í nýbyggingu fiskeldisstöðvar Arctic Smolt hf. í botni Tálknafjarðar. 

Í Facebook-færslu lögreglunnar segir að þann 23. febrúar voru iðnaðarmenn við vinnu í byggingunni þar sem þeir voru að vinna við að þétta steypta veggi. Til þess notuðu þeir m.a. gas og opinn eld. Ljóst þykir að glóð hafi borist frá opna eldinum í plastteninga sem þarna voru ekki langt frá.

Plastteningarnir reyndust innihalda mjög eldfimt efni og varð mjög fljótt mikill eldur laus í byggingunni og báru tilraunir starfsmanna til að slökkva eldinn ekki árangur. Slökkvistarf tók um tíu klukkustundir.

Miklar skemmdir urðu á ker­húsi.
Miklar skemmdir urðu á ker­húsi. Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan á Vestfjörðum hefur haft málið til rannsóknar og telst það nú upplýst. Rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum naut aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsóknina.

Þá segir í tilkynningunni að enginn hafi verið með réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 395,03 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 458,86 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 395,03 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 458,86 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »