Tæp tvö þúsund tonn voru eftir til vinnslu hjá verksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði þegar rýma þurfti vinnustaðina í gærmorgun vegna snjóflóðahættu.
Á vef Síldarvinnslunnar, þar sem frá þessu er greint, kemur fram að síðasta loðnulöndun í Neskaupstað, þar sem 900 tonn eru eftir til vinnslu, hafi verið úr grænlenska skipinu Polar Ammassak á laugardag og sú loðna hafi farið til hrognavinnslu.
Á Seyðisfirði, þar sem þúsund tonn eru eftir til vinnslu, var síðasta löndunin á sunnudag. Eftir að ákveðið var að rýma voru báðar verksmiðjurnar keyrðar niður með lágmarksstarfsmannafjölda í samráði við Veðurstofu Íslands.
Haft er eftir Geir Sigurpáli Hlöðverssyni, rekstrarstjóra fiskiðjuversins í Neskaupstað, að allri vinnslu hafi verið lokið í fiskiðjuverinu í Neskaupstað áður en snjóflóðahættan skapaðist. „Við lukum frystingu á loðnuhrognum aðfaranótt sunnudags og það var lokið við að þrífa á sunnudagsmorgun þannig að enginn var að störfum í fiskiðjuverinu þegar hættuástandið skapaðist,“ er haft eftir honum.
Þá er haft eftir Ómari Bogasyni, rekstrarstjóra frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði að ákveðið hafi verið að afboða starfsfólk frystihússins í gærmorgun áður en tilkynning um rýmingu barst.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 26.5.23 | 440,55 kr/kg |
Þorskur, slægður | 26.5.23 | 490,12 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 26.5.23 | 426,23 kr/kg |
Ýsa, slægð | 26.5.23 | 244,61 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 26.5.23 | 277,76 kr/kg |
Ufsi, slægður | 26.5.23 | 371,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.5.23 | 152,00 kr/kg |
Gullkarfi | 26.5.23 | 384,78 kr/kg |
Litli karfi | 15.5.23 | 10,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 14.5.23 | 192,00 kr/kg |
27.5.23 Einar Guðnason ÍS-303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.464 kg |
Steinbítur | 1.922 kg |
Ýsa | 964 kg |
Hlýri | 234 kg |
Ufsi | 117 kg |
Skarkoli | 52 kg |
Langa | 30 kg |
Samtals | 10.783 kg |
27.5.23 Jónína Brynja ÍS-055 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.808 kg |
Þorskur | 125 kg |
Ufsi | 77 kg |
Skarkoli | 19 kg |
Karfi | 3 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 2.034 kg |
27.5.23 Svanur BA-413 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 137 kg |
Steinbítur | 96 kg |
Ýsa | 18 kg |
Samtals | 251 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 26.5.23 | 440,55 kr/kg |
Þorskur, slægður | 26.5.23 | 490,12 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 26.5.23 | 426,23 kr/kg |
Ýsa, slægð | 26.5.23 | 244,61 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 26.5.23 | 277,76 kr/kg |
Ufsi, slægður | 26.5.23 | 371,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.5.23 | 152,00 kr/kg |
Gullkarfi | 26.5.23 | 384,78 kr/kg |
Litli karfi | 15.5.23 | 10,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 14.5.23 | 192,00 kr/kg |
27.5.23 Einar Guðnason ÍS-303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.464 kg |
Steinbítur | 1.922 kg |
Ýsa | 964 kg |
Hlýri | 234 kg |
Ufsi | 117 kg |
Skarkoli | 52 kg |
Langa | 30 kg |
Samtals | 10.783 kg |
27.5.23 Jónína Brynja ÍS-055 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.808 kg |
Þorskur | 125 kg |
Ufsi | 77 kg |
Skarkoli | 19 kg |
Karfi | 3 kg |
Keila | 2 kg |
Samtals | 2.034 kg |
27.5.23 Svanur BA-413 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 137 kg |
Steinbítur | 96 kg |
Ýsa | 18 kg |
Samtals | 251 kg |