Myndskeið: Í návígi við loðnutorfu eftir 20 ára leit

Erlendur Bogason, kafari á Akureyri var í sakleysi sínu við Hjalteyri að kafa eftir skeljum handa steinbítunum sínum þegar hann var allt í einu kominn inn í þétta loðnutorfu.

Á svipstundu stökk hann upp úr sjónum til þess að sækja myndavélar.

„Þegar torfan kom var náttúrulega bara rokið upp úr,“ segir Erlendur í samtali við mbl.is en hann er með köfunarstöð á Hjalteyri þar sem hann geymir ýmsan búnað. „Ég rauk þangað og sótti myndavélina, hoppaði út í og náði að finna torfuna aftur,“ segir Erlendur en hann tók allmargar myndir af torfunni auk myndskeiðs sem hér má sjá.

Leitaði í tuttugu ár

„Ég er búinn að vera að reyna að ná myndum af loðnutorfu í tuttugu ár,“ segir Erlendur en hann hefur verið kafari í um þrjá áratugi.

Hann segist einu sinni áður hafa náð skoti af loðnutorfu en engu líkri og þessari sem um ræðir nú. „Það er ótrúlegt að lenda í þessu við þessar aðstæður, eins tært og flott og hægt er, og náttúrulega að geta verið í rólegheitum að mynda.“

Myndefni af loðnutorfum sjaldgæfar

Erlendur segir að takmarkað myndefni sé til af loðnutorfum á netinu.

„Þó svo að þetta sé einn mikilvægasti fiskur upp á fæðu annarra fiska í Atlantshafinu þá vitum við rosa lítið um loðnu. Bara með þessum myndum sér maður þéttleikann í torfunni,“ segir hann. „Svo er skipting í torfunni á milli kvenfisks og karlfisks, þannig þeir halda sér sér í torfunni.“

„Það er mjög lítið vitað um þéttleika og uppbyggingu torfunnar og hrygningu hennar,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.24 228,00 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 428,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,38 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 152,50 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 346,14 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Jenny HU 40 Handfæri
Þorskur 873 kg
Ýsa 24 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 911 kg
17.7.24 Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína
Steinbítur 119 kg
Þorskur 97 kg
Hlýri 60 kg
Ýsa 48 kg
Ufsi 3 kg
Keila 3 kg
Samtals 330 kg
17.7.24 Jökull SF 75 Handfæri
Þorskur 791 kg
Samtals 791 kg
17.7.24 Hafbjörg NS 16 Handfæri
Þorskur 745 kg
Samtals 745 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.24 228,00 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 428,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,38 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 152,50 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 346,14 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Jenny HU 40 Handfæri
Þorskur 873 kg
Ýsa 24 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 911 kg
17.7.24 Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína
Steinbítur 119 kg
Þorskur 97 kg
Hlýri 60 kg
Ýsa 48 kg
Ufsi 3 kg
Keila 3 kg
Samtals 330 kg
17.7.24 Jökull SF 75 Handfæri
Þorskur 791 kg
Samtals 791 kg
17.7.24 Hafbjörg NS 16 Handfæri
Þorskur 745 kg
Samtals 745 kg

Skoða allar landanir »