Kalkþörungabreiðurnar eru iðandi af lífi

„Vísindasamfélagið þarf að miðla betur því sem rannsóknir kenna okkur …
„Vísindasamfélagið þarf að miðla betur því sem rannsóknir kenna okkur um lífríki sjávar,“ segir Michelle Lorraine Valliant. Ljósmynd/Aðsend

Undanfarin ár hefur Michelle Lorraine Valliant stundað rannsóknir á lífríki sjávar á Vestfjörðum og sýnir ný rannsókn hennar að ungviði þorsktegunda leitar í kalkþörungabreiður í íslenskum fjörðum. Um er að ræða viðkvæm svæði sem geta ekki náð sér aftur á strik ef þau skemmast, er haft eftir henni í síðasta blaði 200 mílna.

Rannsóknir sínar gerði Michelle í fjörðum sem ganga inn af Ísafjarðardjúpi, sumarið 2019 og aftur sumarið 2021, en tímabilið frá júlí til september er sá tími ársins sem svokölluð 0-grúppu-þorskseiði (þ.e. þorskseiði á fyrsta ári) leita til botns. Bæði kafaði hún niður að kalkþörungabreiðunum sem þar er að finna, til að framkvæma talningu, og notaði einnig staðbundinn myndavélabúnað til að telja fiska jafnt innan um breiðurnar og á aðlægum sand- og malarbotni.

Meðal annars kafaði Michelle að botni sem hluti af rannsókn …
Meðal annars kafaði Michelle að botni sem hluti af rannsókn sinni. Ljósmynd/Aðsend

Reyndist svæðið vera iðandi af lífi og passar það við eldri kenningar, en Michelle segir að fram til þessa hafi tiltölulega fáar rannsóknir verið gerðar á hlutverki kalkþörungabreiða sem uppvaxtarsvæða fiskseiða. Þá sýndi samanburðurinn við svæði með sand- og malarbotni að ungviði þorsktegunda sækir í kalkþörungabreiðurnar umfram önnur svæði.

Að sögn Michelle er full þörf á að hvetja til betri umræðu á milli vísindasamfélags, sjávarútvegs og sjávarbyggða um hlutverk og verndun kalkþörungabreiða. „Vísindasamfélagið þarf að miðla betur því sem rannsóknir kenna okkur um lífríki sjávar og taka þátt í mótun betri aðferða til að nýta auðlindir hafsins. Grunar mig að sumir geri sér t.d. enga grein fyrir því hlutverki sem vistkerfi í fjörðum þjónar í uppvexti ungviðis þorsktegunda,“ útskýrir hún. „Ættu rannsóknir á ástandi og hlutverki kalkþörungabreiða að vera hluti af ákvarðanatöku bæði hvað varðar uppgröft kalkþörungs og hvort ráðlegt sé að koma fyrir mannvirkjum á vaxtarsvæðum kóralþörunga.“

Viðtaliði við Michelle má lesa í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.12.23 360,29 kr/kg
Þorskur, slægður 8.12.23 481,75 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.12.23 186,10 kr/kg
Ýsa, slægð 7.12.23 152,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.12.23 238,13 kr/kg
Ufsi, slægður 8.12.23 246,00 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 8.12.23 322,07 kr/kg
Litli karfi 8.12.23 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.12.23 205,39 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.12.23 Indriði Kristins BA 751 Lína
Langa 442 kg
Þorskur 105 kg
Steinbítur 78 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 16 kg
Karfi 16 kg
Keila 14 kg
Samtals 689 kg
8.12.23 Háey Ii Lína
Þorskur 4.428 kg
Ýsa 1.103 kg
Hlýri 12 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 5.556 kg
7.12.23 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 429 kg
Ufsi 194 kg
Ýsa 90 kg
Samtals 713 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.12.23 360,29 kr/kg
Þorskur, slægður 8.12.23 481,75 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.12.23 186,10 kr/kg
Ýsa, slægð 7.12.23 152,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.12.23 238,13 kr/kg
Ufsi, slægður 8.12.23 246,00 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 8.12.23 322,07 kr/kg
Litli karfi 8.12.23 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.12.23 205,39 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.12.23 Indriði Kristins BA 751 Lína
Langa 442 kg
Þorskur 105 kg
Steinbítur 78 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 16 kg
Karfi 16 kg
Keila 14 kg
Samtals 689 kg
8.12.23 Háey Ii Lína
Þorskur 4.428 kg
Ýsa 1.103 kg
Hlýri 12 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 5.556 kg
7.12.23 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 429 kg
Ufsi 194 kg
Ýsa 90 kg
Samtals 713 kg

Skoða allar landanir »