„Íslendingar standa með strandveiðiflotanum“

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir ljóst að Íslendingar …
Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir ljóst að Íslendingar standi með strandveiðum. Ljósmynd/Aðsend

„Þá er það komið á hreint, Íslendingar standa með strandveiðiflotanum,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, í yfirlýsingu. Vísar hann til þess að 72,3% svarenda í könnun um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegsmála sögðust telja að hlutfall strandveiða af heildarkvóta ætti að vera hærra en í dag, þar af sögðu 31,1% að þetta hlutfall ætti að vera mun hærra.

Niðurstöður könnunarinnar, sem var unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir matvælaráðuneytið, voru birtar í síðustu viku og sagðist þriðjungur svarenda telja að strandveiðar skapi frekar eða mjög mikil verðmæti fyrir sitt nærsamfélag. Hvergi var það hlutfall hærra en á Vestfjörðum þar sem 24,6% sögðu veiðarnar skapa mjög mikil verðmæti fyrir nærsamfélagið og 38,6% frekar mikil.

„Þetta eru afgerandi niðurstöður sem erfitt verður fyrir stjórnvöld að hunsa. Jafn áhugavert er að skoða þær ástæður sem gefnar eru fyrir styrkingu strandveiðikerfisins. Jákvæð byggðaþróun, sanngjarn aðgangur að auðlindinni, atvinnumöguleikar einstaklinga og betri umgengni um auðlindina voru þau atriði sem flestir töldu að ættu að vera markmið strandveiða,“ segir Kjartan Páll í yfirlýsingunni.

Í einstakri stöðu

Hann segir hins vegar ljóst eins og málum sé háttað nú sé ekki hægt að lifa á strandveiðum eða byggja upp ný sjávarútvegsfyrirtæki frá grunni. „Hlutdeild strandveiða af heildarafla innan kvótakerfisins er á bilinu 1,5-2%. Það er því ekki mikið sem vantar upp á til þess að dæmið gangi upp hjá trillukörlum og -konum og vel hægt að finna þær litlu aflaheimildir sem til þarf án þess að ganga óhóflega á heimildir annarra og skaða önnur fyrirtæki innan geirans.“

Þá séu Íslendingar „í einstakri stöðu á heimsvísu. Krafan úti í hinum stóra heimi um vistvænar og félagslega ábyrgar vörur verður æ háværari, og þar eru trillurnar fremstar meðal jafningja. Við getum valið að vera leiðandi afl í vistvænum og félagslega ábyrgum veiðum, því grunnurinn er þegar fyrir hendi. Það eina sem þarf til er að tryggja það að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátasjómennsku. Nú er lag að bæta við strandveiðipottinn“.

Svarendur vildu meiri veiðiheimildir til strandveiðibáta.
Svarendur vildu meiri veiðiheimildir til strandveiðibáta. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fúsk og brask

Hann segir jafnframt Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, neita að horfast í augu við það sem blasi við þjóðinni.

„Þjóðin sér ofríki og græðgi örfárra einstaklinga sem hafa fengið frítt spil til að soga til sín arðinn af auðlindinni okkar en skilja hvert sjávarplássið af fætur öðru eftir í rúst. Hún sér hvernig kvótakóngarnir hafa notað arðinn til þess að þenja umsvif sín langt út fyrir fiskveiðar þar sem þeir eiga nú og stjórna stórum hluta fjölmiðlamarkaðarins, fasteignamarkaðarins og tryggingarfyrirtækja. Hún sér hvernig ítök og afskipti sægreifanna í stjórnmálum hafa leitt til aukinnar spillingar og stjórnsýslulegs fúsks.“

„Það eru tiltölulega fá – en þó óhóflega stór og valdamikil – fyrirtæki sem sverta ímynd sjávarútvegsins í heild. Fjölmargir kvótaeigendur um allt land standa ekki í því svindli og braski sem hinir stóru kvótakóngar stunda grimmt, heldur vilja einfaldlega byggja upp arðbær fyrirtæki og efla atvinnulífið í sinni heimabyggð. Því miður verða þessi fyrirtæki einnig fyrir barðinu á því svarta orðspori sjávarútvegsins sem sægreifarnir hafa valdið útgerðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.317 kg
Þorskur 148 kg
Samtals 1.465 kg
18.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 638 kg
Þorskur 65 kg
Samtals 703 kg
18.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 3.294 kg
Skarkoli 178 kg
Grásleppa 152 kg
Ýsa 138 kg
Samtals 3.762 kg
18.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.471 kg
Þorskur 220 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 1.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.317 kg
Þorskur 148 kg
Samtals 1.465 kg
18.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 638 kg
Þorskur 65 kg
Samtals 703 kg
18.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 3.294 kg
Skarkoli 178 kg
Grásleppa 152 kg
Ýsa 138 kg
Samtals 3.762 kg
18.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.471 kg
Þorskur 220 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 1.750 kg

Skoða allar landanir »