Stofnvísitala þorsks tekur að hækka

Niðurstöður stofnmælingar botnfiska hefur verið birt á vef Hafrannsóknastofnunar. Vísbendingar …
Niðurstöður stofnmælingar botnfiska hefur verið birt á vef Hafrannsóknastofnunar. Vísbendingar eru um að þorskstofninn sé að taka við sér. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Stofnvísitala þorsks hefur tekið að hækka á ný eftir lækkun undanfarinna ára og bendir fyrsta mæling á þorskárgangi 2022 til að hann sé nálægt meðalstærð af fjölda 1 árs, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar um stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum veturinn 2023.

Fram kemur á vef stofnunarinnar að stofnvísitala þorsks hafi hækkað nær samfellt árin 2007 til 2017, fyrst og fremst vegna aukins magns af stórum þorski. Eftir lækkun árin 2018 til 2020 hefur vísitalan hækkað aftur. Árgangar 2020 og 2021 mælast undir meðaltali en árgangur 2018 er nálægt meðaltali. Árgangar 2010 til 2017 og 2019 mælast nær allir yfir meðaltali.“

Þá segir að meðalþyngd tveggja til fimm ára þorsks mælist undir meðaltali á meðan meðalþyngdir annarra aldurshópa eru um eða yfir meðaltali. Þá hefur meðalþyngd þorsks 5 ára og yngri oftast verið undir meðaltali undanfarinn áratug, en meðalþyngd eldri þorsks hefur verið yfir meðaltali.

Mikil hækkun í ýsu

Stofnvísitala ýsu hefur farið hækkandi á undanförnum árum og varð sérstaklega mikil hækkun frá síðasta ári. „Fyrsta mæling á ýsuárgangi 2022 bendir til að hann sé undir meðaltali af fjölda 1 árs. Árgangur 2018 mælist undir meðaltali meðan árgangar 2019-2021 og 2010-2017 (sem 6-13 ára) eru allir yfir meðaltali.“

Fram kemur að meðalþyngd eins til þriggja ára ýsu sé undir meðallagi og að meðalþyngd fjögurra ára og eldri sé yfir meðallagi. Þá hefur meðalþyngd tveggja og þriggja ára ýsu verið undir meðaltali síðustu tvö til þrjú ár, en meðalþyngd 4 ára og eldri hefur verið um eða yfir meðaltali undanfarinn áratug.

Um aðrar tegundir segir: „Stofnvísitala ufsa hefur lækkað frá árinu 2018 og er nú nálægt meðaltali. Vísitölur gullkarfa, keilu og litla karfa eru háar miðað við síðustu fjóra áratugi. Vísitala löngu og steinbíts eru með hæstu gildum frá 1985, en vísitala grásleppu var sú lægsta frá árinu 2013.“

Stærð fiska var meðal þess sem var mælt.
Stærð fiska var meðal þess sem var mælt. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Útbreiðsla hefur breyst

Athygli vekur að útbreiðsla fleiri tegunda nytjafiska hefur breyst og er bent á að þungamiðja útbreiðslu ýsu og skötusels hafi upp úr aldamótum færst vestur og norður fyrir land. „Ýsa fékkst nú í svipuðu magni allt í kringum landið. Stofnmælingar síðustu ára benda til að útbreiðsla skötusels sé aftur farin að líkjast því sem var fyrir aldamót þegar stofninn var lítill, þ.e. bundinn við sunnanvert landið.“

Þá hefur magn suðlægra tegunda eins og svartgómu, loðháfs, litlu brosmu og trjónuhala aukist, en ýmsar kaldsjávartegundir hafa gefið eftir á landgrunninu fyrir norðan og er bent á áttstrending og ískóð.

„Loðna, spærlingur og fiskar af sílaætt hafa fengist á fleiri stöðvum frá árinu 2009 samanborið við fyrri hluta rannsóknatímans. Brislingur fannst fyrst í marsralli árið 2019 en í ár fékkst metfjöldi brislinga (um 26 þúsund fiskar). Hann fékkst allt frá Ingólfshöfða til Arnarfjarðar en langflestir fengust í Faxaflóa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »