Fyrsta Hringborð fiskeldis verður haldið í Reykjavík

Fulltrúar íslenskra fiskeldisfyrirtækja hittust á mánudag og ræddu Hringborð fiskeldis. …
Fulltrúar íslenskra fiskeldisfyrirtækja hittust á mánudag og ræddu Hringborð fiskeldis. Stefnt er að fyrstu ráðstefnunni í júní. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný samtök um Hringborð fiskeldis (Icelandic Aquaculture and Ocean Forum, IAOF) stefna að því að halda fyrstu ráðstefnu sína í Reykjavík 1. og 2. júní næstkomandi. Aðild að samtökunum eiga flest starfandi fiskeldisfyrirtæki á landinu og er Arion banki sérstakur stuðningsaðili þeirra.

Markið er sett hátt og er stefnt að því að Hringborð fiskeldis verði vettvangur alþjóðlegs samstarfs og miðlunar þekkingar um fiskeldi í sjó og á landi, áskoranir tengdar loftslagsbreytingum, nýtingu og aðra þætti sem hafa grundvallarþýðingu fyrir sjálfbæra þróun eldis hér á landi, að því er frma kom í Morgunblaðinu í gær.

„Við viljum eiga þetta spjall við yfirvöld og helstu stofnanir um framtíðarmarkmið og stefnumótun á sviði fiskeldis. Grundvöllurinn er að miklu leyti skýrsla Boston Consulting Group [um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi],“ útskýrir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Hringborðs fiskeldis.

„Það eru gríðarstór verkefni framundan og þetta eru einhver stærstu einkaframkvæmdir Íslandssögunnar. Það hefur verið fjárfest gríðarlega í sjókvíaeldi og eru stórar fjárfestingar í gangi á landi og það er þörf á skýrari langtímamarkmiðum,“ útskýrir Kjartan og vísar meðal annars til þeirra stóru fjárfestingaverkefna sem stefna að framleiðslu tugþúsunda tonna af eldislaxi á landi.

Lesa má umfjöllun Morgunblaðsins í heild hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.9.23 528,89 kr/kg
Þorskur, slægður 29.9.23 668,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.9.23 307,42 kr/kg
Ýsa, slægð 29.9.23 224,30 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.9.23 248,75 kr/kg
Ufsi, slægður 29.9.23 228,67 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 29.9.23 275,36 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.9.23 211,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.23 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 8.370 kg
Langa 1.244 kg
Ýsa 608 kg
Keila 388 kg
Ufsi 364 kg
Steinbítur 17 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 10.996 kg
30.9.23 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 5.559 kg
Langa 2.476 kg
Ýsa 1.953 kg
Keila 47 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 10.055 kg
30.9.23 Áki Í Brekku Handfæri
Þorskur 1.125 kg
Ufsi 223 kg
Samtals 1.348 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.9.23 528,89 kr/kg
Þorskur, slægður 29.9.23 668,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.9.23 307,42 kr/kg
Ýsa, slægð 29.9.23 224,30 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.9.23 248,75 kr/kg
Ufsi, slægður 29.9.23 228,67 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 29.9.23 275,36 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.9.23 211,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.23 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 8.370 kg
Langa 1.244 kg
Ýsa 608 kg
Keila 388 kg
Ufsi 364 kg
Steinbítur 17 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 10.996 kg
30.9.23 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 5.559 kg
Langa 2.476 kg
Ýsa 1.953 kg
Keila 47 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 10.055 kg
30.9.23 Áki Í Brekku Handfæri
Þorskur 1.125 kg
Ufsi 223 kg
Samtals 1.348 kg

Skoða allar landanir »