Hafa tekið við yfir 61 þúsund tonnum af kolmunna

Börkur NK að leggjast að löndunarbryggju fiskimjölsverksmiðjunnar á Seyðisfirði með …
Börkur NK að leggjast að löndunarbryggju fiskimjölsverksmiðjunnar á Seyðisfirði með fullfermi af kolmunna. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Ómar Bogason

Skip Síldarvinnslunnar hafa gert hlé á kolmunnaveiðunum í bili og kom Beitir NK með síðasta kolmunnafarminn til Neskaupstaðar á mánudag og var hann um tvö þúsund tonn.

Fram kemur í tilkynningu á vef Sídlarvinnslunnar að enn eru um 18 þúsund tonn óveidd af aflaheimildum félagsins og er stefnt að því að veiða þau síðar í íslenskri lögsögu.

„Eftir að loðnuvertíðinni lauk seint í marsmánuði var farið að hyggja að kolmunnaveiðum í færeyskri lögsögu. Skipin héldu síðan til veiða eftir páskana og gengu þær strax vel á hinu svonefnda gráa svæði syðst í færeysku lögsögunni. Síðan færðu skipin sig norðar og áfram var hörkuveiði. Fyrstu farmarnir bárust til fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði um miðjan apríl og var nánast samfelld vinnsla fram í þessa viku,“ segir í tilkynningunni.

Hráefni til mjölvinnslu

Þá segir einnig að fiskimjölsverksmiðjan í Neskaupstað hafi tekið á móti um 34.100 tonnum af kolmunna á þessum tíma og verksmiðjan á Seyðisfirði um 27.600 tonnum. Heilt yfir hafi því verið tekið við 61.700 tonnum til vinnslu í verksmiðjunum, en auk skipa Síldarvinnslunnar hafa Vilhelm Þorsteinsson EA, Margrét EA og Hákon EA borið kolmunna til vinnslu hjá félaginu.

„Kolmunninn hefur verið afar gott hráefni til mjölvinnslu en hins vegar fæst lítið lýsi úr honum á þessum árstíma. […] Skipstjórar kolmunnaskipanna hafa verið mjög ánægðir með gang kolmunnaveiðanna að undanförnu. Veiðarnar gengu vel nánast allan veiðitímann og veður var hagstætt til veiða.“

Hafa skip félagsins landað 35.551 tonni frá páskum. þar af Barði NK 8.438 tonn, Beitir NK 14.363 tonn og Börkur NK 12.750 tonn.

Kolmunnavinnslunni í fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði lauk á mánudagskvöld og lauk vinnslu í Neskaupstað aðfararnótt miðvikudags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »