Dýrgripur sem týndur var í 43 ár að listaverki

Skipsbjöllu Harðbaks hefur verið komið fyrir við Höfuðstöðvar Útgerðarfélags Akureyrar.
Skipsbjöllu Harðbaks hefur verið komið fyrir við Höfuðstöðvar Útgerðarfélags Akureyrar. Ljósmynd/Samherji

Á síðasta ári fékk Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, óvænta heimsókn og tjáði gesturinn Kristjáni að hann væri með skipsbjöllu Harðbaks EA-3 sem seldur var í brotajárn árið 1979.

Bjöllunni hefur nú verið breytt í listaverk sem nú stendur fyrir utan höfuðstöðvar Útgerðarfélags Akureyringa, að því er fram kemur á vef Samherja.

Útgerðarfélag Akureyringa keypti Harðbak EA 3 frá Aberdeen í Skotlandi árið 1950, en fyrir átti félagið togaranna Kaldbak EA 1 og Svalbak EA 2. Nýi Harðbakur var töluvert stærri en hinir togarar félagsins og þótti ein helsta nýjung um borð fiskimjölverksmiðja.

Harðbakur EA-3 var meðal flottustu togurum landsins þegar hann kom …
Harðbakur EA-3 var meðal flottustu togurum landsins þegar hann kom árið 1950.

Lagðist skipið að bryggju í nýrri heimahöfn á Akureyri í fyrsta sinn annan jóladag 1950 og var það gert út til ársins 1976 og var sem fyrr segir seldur þremur árum síðar í brotajárn.

„Þetta er einstakur dýrgripur í mínum huga og afskaplega ánægjulegt að skipsbjallan sé komin til varðveislu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Þökk sé þeim sem björguðu verðmætum áður en Harðbakur fór í brotajárn. Ekki síðri þakkir vil ég færa öllu því hagleiksfólki sem kom að gerð þessa einstaka listaverks sem nú er tilbúið,“ er haft eftir Kristjáni Vilhelmssyni, útgerðarstjóra Samherja, í færslunni.

Sáttur með útkomuna

Kristján er sagður hafa leitað til Valdimars Jóhannssonar og Þengils Valdimarssonar á trésmíðaverkstæðinu Ými á Akureyri með ósk um að smíða fót undir bjölluna og festibogann og var í kjölfarið hafist handa við að smíða eftir teikningu og líkani Valdimars.

Valdimar, og Kristján eiga allan heiðurinn að verkinu að sögn Þengils, en Valdimar, sem er 96 ára, segir verkefnið hafi verið afskaplega ánægjulegt og gefandi.

„Já, já, ég er sáttur við útkomuna en vinnan var á köflum nokkuð snúin því bjallan og boginn eru samtals um 40 kíló. Það fór töluverður tími í þetta en þannig er það með alla hluti sem ætlað er að endast um ókomna framtíð. Það er aðallega Kristján Vilhelmsson sem á heiðurinn af þessu. Ég kom bara með hugmyndina og hafði umsjón með smíðinni, það er allt annað mál.“

Feðgarnir Valdimar Jóhannsson og Þengill Valdimarsson við listaverkið.
Feðgarnir Valdimar Jóhannsson og Þengill Valdimarsson við listaverkið. Ljósmynd/Samherji

Á fótstykki verksins að framanverðu er tálguð kría eftir Andrínu Guðrúnu Jónsdóttur listakonu í Hvergerði og stendur krían á fjörusteini en annar minni er að aftan. Báða steinana hafði Valdimar varðveitt í um 70 til 80 ár.

„Ef maður er nálægt sjó er krían örugglega ekki fjarri. Ég er alinn upp við fjöruborð og þar voru alltaf kríur, þannig að mér fannst ekkert annað koma til greina. Steinana hef ég varðveitt frá því ég var strákur að leika mér í fjöruborðinu við Dalvík,“ segir Valdimar..

Komin heim eftir langa fjarveru

Fram kemur í færslunni að fjöldi fólks hafi komið að smíði listaverksins, auk feðganna á Ými og Andrínu Guðrúnar Jónsdóttir. Gerðu Ingi Hansen og félagar hjá N Hansen á Akureyri stálstyrkingar sem eru innan í fætinum. Sigþór Heimisson hjá Pólyhúðun á Akureyri hreinsaði festibogann en á honum voru nokkur lög af málningu. Feðgarnir í Ásverki á Akureyri, Þórður Stefánsson og Stefán Þórðarson smíðuðu festibolta.

„Okkur finnst eðlilegast að hafa þetta glæsilega listaverk sem næst starfsfólki ÚA og við komum því fyrir á góðum stað í fiskvinnsluhúsinu. Hvað framtíðin ber í skauti sér er ómögulegt að segja, við látum tímann vinna með okkur í þeim efnum en við getum sagt að skipsbjallan sé komin heim eftir langa fjarveru,“ segir Kristján Vilhelmsson.

Kristján Vilhelmsson segir um mikinn dýrgreip að ræða.
Kristján Vilhelmsson segir um mikinn dýrgreip að ræða. Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Ufsi 276 kg
Karfi 12 kg
Samtals 288 kg
24.4.24 Rán SH 307 Handfæri
Þorskur 1.826 kg
Ufsi 664 kg
Karfi 5 kg
Samtals 2.495 kg
24.4.24 Þytur MB 10 Handfæri
Ufsi 40 kg
Samtals 40 kg
24.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 90 kg
Karfi 2 kg
Samtals 92 kg
24.4.24 Sælaug MB 12 Handfæri
Ufsi 54 kg
Samtals 54 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Ufsi 276 kg
Karfi 12 kg
Samtals 288 kg
24.4.24 Rán SH 307 Handfæri
Þorskur 1.826 kg
Ufsi 664 kg
Karfi 5 kg
Samtals 2.495 kg
24.4.24 Þytur MB 10 Handfæri
Ufsi 40 kg
Samtals 40 kg
24.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 90 kg
Karfi 2 kg
Samtals 92 kg
24.4.24 Sælaug MB 12 Handfæri
Ufsi 54 kg
Samtals 54 kg

Skoða allar landanir »