Óljóst um hvalveiðar á næsta ári

Ekki er víst að hvalur verði skorinn á Íslandi næsta …
Ekki er víst að hvalur verði skorinn á Íslandi næsta sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Lög um hvalveiðar eru barn síns tíma. Þau eru á skjön við almenna góða lagasetningu, þau lög þarf að taka til endurskoðunar.“

Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, m.a. opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis þar sem rætt var um velferð hvala við veiðar á dýrunum. Hún sagði ákvörðun um heimild til hvalveiða á næsta ári hafi ekki verið tekna en núverandi heimild Hvals til veiðanna gildi út þetta ár.

Afturköllun veiðileyfisins sé íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem þurfi að hafa skýra lagastoð sem sé ekki til staðar. Til að banna hvalveiðar þurfi Alþingi að taka málið til umfjöllunar.

Skaðabætur hugsanlegar

Nokkuð var sótt að matvælaráðherra á fundinum og var Svandís m.a. spurð að því hvort fram hafi farið mat á mögulegri bótaskyldu íslenska ríkisins ef heimild til hvalveiða verður afturkölluð. Hún sagði það ekki hafa verið gert en í hvalveiðilögunum sé kveðið á um önnur viðurlög við brot á lögunum.

„Svo sem sektir eða fangelsi ef sakir eru miklar eða ef um ítrekuð brot er að ræða. En ekki um sviptingu.“

Í gangi er víðtæk gagnaöflun stjórnvalda til að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða, m.a. mat á efnahagslegum áhrifum ef veiðunum verður hætt. Svandís segir að lög um hvalveiðar séu orðin mjög gömul og ekki nútímaleg á nokkurn hátt.

Hvalir einstakir í lífríkinu

Rætt hefur verið um samanburð á hvalveiðum og veiðum á öðrum villtum dýrum, t.d. á hreindýrum og laxi.

Svandís segir að enginn vafi leiki á því á því að unnt sé að stunda veiðar á öðrum dýrum þar sem markmiðum laga um velferð dýra sé náð. Varðandi hreindýraveiðar gildi t.d. strangar kröfur um hlaupvídd vopna sem eru notuð við veiðarnar og leiðsögumenn verði að vera til staðar til að tryggja að aflífun dýranna taki sem skemmstan tíma. „Það er bannað að nota vasahnífa eða spjót eða slíkt til að veiða hreindýr.“

Matvælaráðherra segir hvali einstakar skepnur.

„Hvalir eru langstærstu dýr jarðar og raunar stærstu dýr sem hafa nokkurn tímann verið til á jörðinni, það er augljóslega mun erfiðara að aflífa þau en önnur dýr. Aðstæður á sjó geta verið flóknar og það getur gert það að verkum að það er mjög krefjandi að hæfa dýrið.“

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins sagði í umræðum ekki hægt að halda áfram hvalveiðum að óbreyttu enda þurfi að skjóta fjórðung dýranna sem veidd eru oftar en einu sinni. Grípa þurfi inn í.

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þó ljóst að engin ákvæði í lögum um velferð dýra hafi verið brotin við hvalveiðar og bestu aðferðum sem þekkjast sé beitt við veiðarnar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.5.23 440,55 kr/kg
Þorskur, slægður 26.5.23 490,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.5.23 426,23 kr/kg
Ýsa, slægð 26.5.23 244,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.5.23 277,76 kr/kg
Ufsi, slægður 26.5.23 371,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.5.23 152,00 kr/kg
Gullkarfi 26.5.23 384,78 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.5.23 192,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.23 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 560 kg
Keila 144 kg
Hlýri 91 kg
Steinbítur 35 kg
Ufsi 20 kg
Karfi 2 kg
Samtals 852 kg
28.5.23 Langvía ÍS-416 Sjóstöng
Steinbítur 397 kg
Þorskur 137 kg
Ýsa 21 kg
Karfi 16 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 578 kg
28.5.23 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Þorskur 200 kg
Samtals 200 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.5.23 440,55 kr/kg
Þorskur, slægður 26.5.23 490,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.5.23 426,23 kr/kg
Ýsa, slægð 26.5.23 244,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.5.23 277,76 kr/kg
Ufsi, slægður 26.5.23 371,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.5.23 152,00 kr/kg
Gullkarfi 26.5.23 384,78 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.5.23 192,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.23 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 560 kg
Keila 144 kg
Hlýri 91 kg
Steinbítur 35 kg
Ufsi 20 kg
Karfi 2 kg
Samtals 852 kg
28.5.23 Langvía ÍS-416 Sjóstöng
Steinbítur 397 kg
Þorskur 137 kg
Ýsa 21 kg
Karfi 16 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 578 kg
28.5.23 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Þorskur 200 kg
Samtals 200 kg

Skoða allar landanir »