Óvissa um framtíð hvalveiða

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að nú liggi fyrir betri gögn …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að nú liggi fyrir betri gögn en áður um þessi mál og að umræða um hvalveiðar geti nú byggst á staðreyndum. Samsett mynd

Hvalveiðar við Íslandsstrendur samræmast ekki markmiðum laga um dýravelferð. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis um nýja eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar (MAST) um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022.

Á síðasta ári var sett reglugerð um eftirlit um velferð dýra við veiðar á hvölum. „Markmið þeirrar reglugerðar var að stuðla að því að við fengjum nægilegar upplýsingar í gegnum reglubundið eftirlit í því skyni að stuðla að velferð dýra við veiðar á hvölum þannig að veiðarnar valdi dýrunum sem minnstum sársauka og aflífunin taki sem skemmstan tíma.“

Aflífun hluta hvalanna tók óásættanlega langan tíma

Svandís segir að nú liggi fyrir betri gögn en áður um þessi mál og að umræða um hvalveiðar geti nú byggst á staðreyndum. Á grundvelli skýrslunnar sé það mat MAST að veiðarnar samræmist ekki markmiðum laga um dýravelferð. Hún segir að MAST telji að aflífun hluta þeirra hvala sem veiddir eru taki óásættanlega langan tíma. Myndbönd sem hafi verið birt opinberlega að undanförnu ásamt skýrslu stofnunarinnar séu sláandi þar sem komi fram að dauðastríð hvala sem ekki drepist strax sé frá rúmlega ellefu mínútum og upp í tvær klukkustundir. „Meirihluti dýranna sem eru veidd eru kvendýr og þar á meðal mjólkandi kýr,“ segir Svandís og bendir að ellefu kálffullar kýr hafi verið veiddar á síðasta ári.

Matvælastofnun telur hvalveiðar ekki samræmast lögum um dýravelferð.
Matvælastofnun telur hvalveiðar ekki samræmast lögum um dýravelferð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvissa um að veiðar séu í samræmi við gildandi lög

Matvælaráðherra segir að MAST hafi beint þeim spurningum til fagráðs um dýravelvelferð hvort það sé hægt að stunda hvalveiðar á stórhvelum þannig að markmið laga um dýravelferð séu uppfyllt. „Að dýr séu laus við þjáningu í ljósi þess að þau séu skyni gæddar verur.“

Svandís sagði á fundinum óvissu vera til staðar um hvort það sé yfirhöfuð hægt að stunda hvalveiðar við Ísland í samræmi við þau gildi sem samfélagið hafi sett í lögum um velferð dýra. „Það er álitaefni,“ sagði hún og undirstrikaði að sambærileg óvissa eigi ekki við um neinar aðrar veiðar á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,93 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,33 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 2.154 kg
Þorskur 104 kg
Steinbítur 21 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 2.297 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Þorskur 52 kg
Samtals 52 kg
25.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.903 kg
Þorskur 288 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 2.240 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.440 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,93 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,33 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Grásleppa 2.154 kg
Þorskur 104 kg
Steinbítur 21 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 2.297 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Þorskur 52 kg
Samtals 52 kg
25.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.903 kg
Þorskur 288 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 2.240 kg
25.4.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.440 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »