Niðurstöður MAST um hvalveiðar sláandi

Stefán Vagn Stefánsson.
Stefán Vagn Stefánsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir niðurstöður nýrrar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar á Íslandi vera sláandi. Atvinnuveganefnd lítur málið alvarlegum augum.

Fram kemur í skýrslu Matvælastofnunar að hvalveiðar við Íslandsstrendur sam­ræm­ast ekki mark­miðum laga um dýra­vel­ferð. Málið var til umræðu á nefndarfundi atvinnuveganefndar í gær og var Svandís Svavarsdóttir gestur fundarins. 

Stefán segir í samtali við mbl.is að fundurinn í gær hafi verið gagnlegur og atvinnuveganefnd muni fylgjast náið með þróun mála. „Ég held að flestir, ef ekki allir, nefndarmenn hafi áhyggjur af þessari stöðu.“

Óvissa ríkir nú um framtíð hvalveiða á Íslandi og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að gefa út ný hvalveiðileyfi fyrir næsta ár.

Stefán segist ekki geta tjáð sig um næstu skref að svo stöddu. Boltinn sé hjá matvælaráðherra sem kallað hefur eftir frekari gögnum um hvalveiðar á Íslandi, m.a. mat á efna­hags­leg­um áhrif­um ef veiðunum verður hætt. Þá eru einnig til skoðunar áhrif hvalveiða á loftslagið sem og á vistkerfi landsins og ferðaþjónustuna.

Stefán segist vænta þess að málið verði kynnt fyrir atvinnuveganefnd þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Búist þið allt eins við því að hætt verði við hvalveiðar?

„Það er ein sviðsmyndin sem búið er að teikna upp. Hvort hún verði að veruleika vitum við ekki. En það er ótímabært að tala um að hætta við hvalveiðar þar til ákvörðun um það hefur verið tekin.“

„Hins vegar getum við ekki litið framhjá niðurstöðu skýrslunnar. Hún er mjög sláandi,“ bætir Stefán við. 

Hvalveiðar við Íslandsstrendur sam­ræm­ast ekki mark­miðum laga um dýra­vel­ferð, líkt …
Hvalveiðar við Íslandsstrendur sam­ræm­ast ekki mark­miðum laga um dýra­vel­ferð, líkt og fram kemur í nýrri eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar (MAST) um vel­ferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Morgunblaðið/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.10.24 512,81 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.24 483,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.24 258,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.24 230,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.24 263,75 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.24 289,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 3.10.24 260,89 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.10.24 186,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.501 kg
Þorskur 1.335 kg
Hlýri 33 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.871 kg
3.10.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 7.060 kg
Skarkoli 2.386 kg
Þorskur 1.588 kg
Sandkoli 180 kg
Langlúra 158 kg
Steinbítur 17 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 11.396 kg
3.10.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 1.228 kg
Keila 242 kg
Steinbítur 133 kg
Ýsa 86 kg
Karfi 16 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.715 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.10.24 512,81 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.24 483,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.24 258,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.24 230,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.24 263,75 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.24 289,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 3.10.24 260,89 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.10.24 186,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.501 kg
Þorskur 1.335 kg
Hlýri 33 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.871 kg
3.10.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 7.060 kg
Skarkoli 2.386 kg
Þorskur 1.588 kg
Sandkoli 180 kg
Langlúra 158 kg
Steinbítur 17 kg
Þykkvalúra 7 kg
Samtals 11.396 kg
3.10.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 1.228 kg
Keila 242 kg
Steinbítur 133 kg
Ýsa 86 kg
Karfi 16 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.715 kg

Skoða allar landanir »