Frá áramótum hafa níu skip og bátar verið svipt veiðileyfi í atvinnuskyni, þar af sex vegna brottkasts. Athygli vekur að það eru jafn margar leyfissviptingar og allt árið 2022, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.
Það sem af er fiskveiðiári hafa 18 skip og bátar verið svipt veiðileyfi í atvinnuskyni í samanlagt 42 vikur. Þar af hafa 15 skip og bátar verið svipt veiðileyfi í 35 vikur vegna brottkasts og er lengsta sviptingin átta vikur.
Þrjár veiðileyfissviptingar hafa verið tilkynntar í maí. Hefur Fiskistofa birt ákvörðun um að svipta Karólínu ÞH-100 um leyfi í tvær vikur eftir að báturinn var staðin að brottkasti á 75 fiskum í nóvember 2021 og maí 2022.
Einnig hefur Hrönn NS-50 verið svipt veiðileyfi í eina viku vegna brottkasts á 44 fiskum þegar báturinn var á grásleppuveiðum dagana 25. og 28. mars á síðasta ári.
Þriðja veiðileyfissviptingin snýr að Valþjófi ÍS-145 sem missir leyfi til strandveiða í sjö daga fyrir að hafa í fjögur skipti verið um 15 klukkutíma á strandveiðum á síðasta ári, en ekki er heimilt að vera lengur en 14 klukkustundur höfn í höfn.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 26.5.23 | 440,55 kr/kg |
Þorskur, slægður | 26.5.23 | 490,12 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 26.5.23 | 426,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 26.5.23 | 244,61 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 26.5.23 | 277,76 kr/kg |
Ufsi, slægður | 26.5.23 | 371,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.5.23 | 152,00 kr/kg |
Gullkarfi | 26.5.23 | 384,78 kr/kg |
Litli karfi | 15.5.23 | 10,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 14.5.23 | 192,00 kr/kg |
29.5.23 Patrekur BA-064 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.360 kg |
Ýsa | 253 kg |
Sandkoli | 87 kg |
Þorskur | 33 kg |
Þykkvalúra | 13 kg |
Skrápflúra | 10 kg |
Grásleppa | 8 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 1.771 kg |
29.5.23 Bergur VE-044 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 9.783 kg |
Steinbítur | 7.697 kg |
Þorskur | 1.226 kg |
Karfi | 192 kg |
Samtals | 18.898 kg |
29.5.23 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 14.784 kg |
Ýsa | 10.703 kg |
Samtals | 25.487 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 26.5.23 | 440,55 kr/kg |
Þorskur, slægður | 26.5.23 | 490,12 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 26.5.23 | 426,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 26.5.23 | 244,61 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 26.5.23 | 277,76 kr/kg |
Ufsi, slægður | 26.5.23 | 371,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.5.23 | 152,00 kr/kg |
Gullkarfi | 26.5.23 | 384,78 kr/kg |
Litli karfi | 15.5.23 | 10,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 14.5.23 | 192,00 kr/kg |
29.5.23 Patrekur BA-064 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.360 kg |
Ýsa | 253 kg |
Sandkoli | 87 kg |
Þorskur | 33 kg |
Þykkvalúra | 13 kg |
Skrápflúra | 10 kg |
Grásleppa | 8 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 1.771 kg |
29.5.23 Bergur VE-044 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 9.783 kg |
Steinbítur | 7.697 kg |
Þorskur | 1.226 kg |
Karfi | 192 kg |
Samtals | 18.898 kg |
29.5.23 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 14.784 kg |
Ýsa | 10.703 kg |
Samtals | 25.487 kg |