Sex útgerðir greiddu yfir helming veiðigjalda

Ísfélag Vestmannaeyja hf. greiddi þriðju hæstu upphæðina í veiðigjöld á …
Ísfélag Vestmannaeyja hf. greiddi þriðju hæstu upphæðina í veiðigjöld á fyrsta ársfjórðungi og er eitt þeirra sex félaga sem greiddu yfir helming gjalda sem innheimt voru á tímabilinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Aðeins sex félög greiddu rúmlega 53% þeirra veiðigjalda sem innheimt voru á fyrsta ársfjórðungi og þau tíu stærstu greiddu rétt rúmlega 68% þeirra. Útgerðir greiddu alls 3,6 milljarða í veiðigjöld á fyrsta ársfjórðungi og hefur aldrei önnur eins upphæð verið greidd á fyrstu þrem mánuðum árs frá því að veiðigjaldið var tekið upp.

Mest greiddi Brim hf. eða ríflega 437 milljónir króna, næstmest greiddi Síldarvinnslan hf. sem skilaði ríkissjóði rúmar 410 miljónum og þriðju mestu upphæðina lét Ísfélag Vestmannaeyju hf. af hendi eða 385 milljónir króna.

Nokkuð bil er síðan í fjórða stærsta greiðenda veiðigjalds og er það Samherji Ísland ehf. sem greiddi rúmar 262 miljónir króna. Fimmta sætið vermir Vinnslustöðin hf. með tæpar 240 milljónir og svo kemur Eskja hf. með 220 milljónir.

Alls greiddu 226 útgerðir veiðigjald á fyrsta ársfjórðungi, Brim mest eins og fyrr segir, en minnsta upphæðin var 20 krónur. Vert er að minna á að gefinn er 40% afsláttur af fyrstu 7.867.192 krónunum sem greiddar eru í veiðigjöld á ári hverju.

Aðeins níu útgerðir greiddu yfir hundrað milljónir króna í veiðigjöld og aðeins sjö fimmtíu milljónir upp að hundrað milljónum. Alls greiddu 76 útgerðir innan við hundrað þúsund krónur.

Líklega loðnunni að þakka

Eins og fram hefur komið hefur aldrei verið greitt meira í veiðigjöld á fyrsta ársfjórðungi en auk þess var mars síðastliðinn metmánuður en á greiddu útgerðirnar 1.852 milljónir króna.

Miklar verðhækkanir hafa verið á afurðum á undanförnum árum og tekur álagningin 2023 mið af árinu 2021 þegar verð voru há og afkoma útgerða þokkaleg.

Enn fremur er innheimt veiðigjald af loðnu í fyrsta sinn í nokkurn tíma og hefur það haft í för með sér mikla tekjuaukningu, en loðnan er að skila tæplega helmingi veiðigjaldanna og því ekki óvenjulegt að sjá uppsjávarútgerðir í efstu sætum í tengslum við greitt veiðigjald á þessu tímabili.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.23 377,45 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.23 495,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.23 255,33 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.23 351,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.23 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.23 293,65 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 2.6.23 255,00 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.6.23 308,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.6.23 Hrói SH-040 Grásleppunet
Grásleppa 3.370 kg
Samtals 3.370 kg
3.6.23 Gullbrandur NS-031 Grásleppunet
Grásleppa 1.063 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.069 kg
3.6.23 Anna Karín SH-316 Grásleppunet
Grásleppa 1.218 kg
Samtals 1.218 kg
3.6.23 Reginn ÁR-228 Þorskfisknet
Langa 1.945 kg
Þorskur 398 kg
Samtals 2.343 kg
3.6.23 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Steinbítur 328 kg
Þorskur 134 kg
Samtals 462 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.23 377,45 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.23 495,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.23 255,33 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.23 351,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.23 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.23 293,65 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 2.6.23 255,00 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.6.23 308,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.6.23 Hrói SH-040 Grásleppunet
Grásleppa 3.370 kg
Samtals 3.370 kg
3.6.23 Gullbrandur NS-031 Grásleppunet
Grásleppa 1.063 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.069 kg
3.6.23 Anna Karín SH-316 Grásleppunet
Grásleppa 1.218 kg
Samtals 1.218 kg
3.6.23 Reginn ÁR-228 Þorskfisknet
Langa 1.945 kg
Þorskur 398 kg
Samtals 2.343 kg
3.6.23 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Steinbítur 328 kg
Þorskur 134 kg
Samtals 462 kg

Skoða allar landanir »