Nýtt gjald á sjókvíaeldi verður 25%

Náðst hefur samkomulag á norska Stórþinginu um 25% auðlindagjald á …
Náðst hefur samkomulag á norska Stórþinginu um 25% auðlindagjald á sjókvíaeldi, svokallaða grunnleigu. Upphaflega vildi ríkisstjórnin 40% grunnleigu. Ljósmynd/Fylkestinget i Nord-Trøndelag

Norska ríkisstjórnin hefur fallist á að lækka tillögu sína um nýjan auðlindaskatt á sjókvíaeldi, svokallaða grunnleigu, í 25%. Samkomulag þess efnis náðist við tvo flokka á norska Stórþinginu fyrir helgi og hefur gengi hlutabréfa fiskeldisfyrirtækja í norsku kauphöllinni hækkað þó nokkuð í kjölfarið.

Upphafleg tillaga um 40% grunnleigu var kynnt í september á síðasta ári en hún mætti mikilli andstöðu fyrirtækja, íbúa við strandlengju Noregs og stjórnmálamönnum, þar með talið fjölda stjórnmálamanna innan norska miðflokksins (Senterpartiet) sem er í ríkisstjórnarsamstarfi við verkamannaflokkinn (Arbeiderpartiet).

Ríkisstjórnin, sem er ekki með meirihluta á bak við sig á norska þinginu, féllst á að lækka fyrirhugaða grunnleigu niður í 35% og kynnti tillögu þess efnis í mars. Ekki var þó mikill stuðningur við þá tillögu.

Jaðarskattur sjókvíaeldis 47%

Samningur náðist á fimmtudag í síðustu viku milli ríkisstjórnarflokkanna og frjálslyndaflokksins (Venstre) og flokk sjúklinga (Pasientfokus) um að grunnlaigan yrði sem fyrr segir 25%, að því er fram kemur í umfjöllun norska ríkisútvarpsins NRK.

Jaðarskattur sjókvíaeldis (grunnleiga og tekjuskattur lögaðila) verður því 47% og hefur afturvirk áhrif.

Samningunum fylgir einnig ákvæði um að sveitarfélög og fylki fái stærri hlut í tekjum af gjaldinu sem og hækkun afsláttar af grundvelli auðlegðarskatts úr 50% í 75%.

Fyrr í maí var samningaviðræðum milli ríkisstjórnarinnar og hægriflokksins (Høyre), frjálslyndaflokksins og kristilega þjóðarflokksins (Kristelig Folkeparti) slitið eftir 24 klukkustunda lotu enda hyggðist ríkisstjórnin ekki fara neðar en 30%. Hafði hægriflokkurinn sagst reiðubúinn til að fallast á 15% grunnleigu þrátt fyrir að vera mótfallin umræddri gjaldtöku.

Mikill fjöldi fólks úr byggðum við strandlengju Noregs ferðaðist langa …
Mikill fjöldi fólks úr byggðum við strandlengju Noregs ferðaðist langa leið til Óslóar í nóvember 2022 þar sem mótmælt var fyrirhuguðum skattahækkunum norsku ríkisstjórnarinnar. Ljósmynd/Norsk Nærings- og Nytelsesmiddelarbeiderforbund

Verðmæti jókst um 240 milljarða króna

Sama dag og tilkynnt var um samninganna tók gengi hlutabréfa fiskeldisfyrirtækja í Noregi að hækka og jókst verðmæti skráðra fiskeldisfyrirtækja um 19 milljarða norskra króna, jafnvirði tæplega 240 milljarða íslenskra króna, að því er fram kom í umfjöllun Dagens Næringsliv. Sjávarfangsvísitala norsku kauphallarinnar hefur þó lækkað eitthvað síðan þá.

Hækkanirnar eru kærkomnar fyrir fjárfesta sem sáu miklar lækkanir þegar upphafleg tillaga um 40% grunnleigu var kynnt. Við það minnkaði verðmæti fyrirtækjanna um 45 milljarða norskra króna. Umrædd tillaga hefði gert jaðarskatt fyrirtækja sem stunda sjókvíaeldi 68% en með því er átt við grunnleigu auk tekjuskatt lögaðial. Viðbrögð fjölda fyrirtækja var að setja á ís fjárfestingarverkefni eða jafnvel hætta við þau. Einnig var gripið til uppsagna.

Geir Ove Ystmark, framkvæmdastjóri samtaka framleiðenda sjávarafurða (Sjømat Norge), segir í yfirlýsingu á vef samtakanna að það sé vissulega betra að skattaaukningin verði minni en upphaflega var lagt upp með, en það breyti því ekki að áhrif aukinnar skattlagningar mun hafa áhrif á rekstrarskilyrði fyrirtækja.

„Við höfum frá upphafi bent á að það eru miklir veikleikar í þessu skattastrúktúr. Það breytist ekki með þessu samkomulagi. Kerfið er skrifræðislegt, krefjandi fyrir fyrirtækin í umsýslu og er um að ræða afturvirkan skatt,“ segri Ystmark.

Geir-Ove Ystmark, framkvæmdastjóri samtaka norskra framleiðenda sjávarafurða (Sjømat Norge).
Geir-Ove Ystmark, framkvæmdastjóri samtaka norskra framleiðenda sjávarafurða (Sjømat Norge). Ljósmynd/Sjømat Norge
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.9.23 547,22 kr/kg
Þorskur, slægður 22.9.23 592,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.9.23 269,31 kr/kg
Ýsa, slægð 22.9.23 206,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.9.23 248,35 kr/kg
Ufsi, slægður 22.9.23 304,22 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 22.9.23 271,56 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.9.23 Katrín GK 266 Línutrekt
Þorskur 248 kg
Hlýri 100 kg
Karfi 24 kg
Ýsa 20 kg
Grálúða 15 kg
Samtals 407 kg
22.9.23 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 3.575 kg
Þorskur 1.440 kg
Skarkoli 480 kg
Steinbítur 436 kg
Samtals 5.931 kg
22.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 501 kg
Keila 195 kg
Ýsa 152 kg
Steinbítur 81 kg
Ufsi 6 kg
Karfi 1 kg
Samtals 936 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.9.23 547,22 kr/kg
Þorskur, slægður 22.9.23 592,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.9.23 269,31 kr/kg
Ýsa, slægð 22.9.23 206,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.9.23 248,35 kr/kg
Ufsi, slægður 22.9.23 304,22 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 22.9.23 271,56 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.9.23 Katrín GK 266 Línutrekt
Þorskur 248 kg
Hlýri 100 kg
Karfi 24 kg
Ýsa 20 kg
Grálúða 15 kg
Samtals 407 kg
22.9.23 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 3.575 kg
Þorskur 1.440 kg
Skarkoli 480 kg
Steinbítur 436 kg
Samtals 5.931 kg
22.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 501 kg
Keila 195 kg
Ýsa 152 kg
Steinbítur 81 kg
Ufsi 6 kg
Karfi 1 kg
Samtals 936 kg

Skoða allar landanir »