Leggja til fækkun strandveiðidaga

Fundað var á Patreksfirði.
Fundað var á Patreksfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

„Samstaða er meðal strandveiðisjómanna að gefa eftir 4 veiðidaga á yfirstandandi vertíð gegn því að tryggðar verði veiðar í 11 daga í hverjum mánuði;  maí til ágúst,“ segir í yfirlýsingu fundar strandveiðisjómanna sem haldinn var á Patreksfirði 27. maí síðastliðinn.

Þar segir að fundurinn hafi verið haldinn í tilefni af frumsýningu myndarinnar Skuld á kvikmyndahátíðinni Skjaldborg. Fundurinn var afar vel sóttur og eindrægni meðal fundarmanna, að því er segir í yfirlýsingunni. Gestir fundarins voru forystumenn Landssambands smábátaeigenda og Strandveiðifélags Íslands.

„Fundurinn skorar á hæstvirtan matvælaráðherra, Atvinnuveganefnd Alþingis og þingheim allan að tryggja strandveiðar á yfirstandandi sumri þannig að jafnmargir veiðidagar verði í öllum landshlutum.“

Þá lýsir fundurinn yfir „þakklæti sínu til þjóðarinnar fyrir þann stuðning sem hún hefur sýnt strandveiðum og fram kom í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.  Atvinnugrein þar sem þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar vilja að  verði efld, á ekkert annað skilið en viðunandi starfsskilyrði.“

Deilt um fyrirkomulag

Fyrir Alþingi liggur frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um svæðisskiptingu strandveiða. Tillagan er umdeild meðal strandveiðisjómanna sem hafa í áraraðir krafist að veiðunum verði tryggðar veiðiheimildir sem gerir hverjum bát kleift að veiða í 12 daga á mánuði út veiðitímabilið maí til ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.9.23 481,38 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.23 529,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.23 248,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.23 241,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.23 277,81 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.23 303,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.23 259,19 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.23 Sævar SF 272 Handfæri
Ufsi 1.089 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 1.525 kg
23.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 418 kg
Hlýri 165 kg
Karfi 85 kg
Keila 64 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 738 kg
23.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 283 kg
Hlýri 277 kg
Grálúða 213 kg
Karfi 135 kg
Keila 84 kg
Ufsi 40 kg
Ýsa 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.039 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.9.23 481,38 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.23 529,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.23 248,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.23 241,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.23 277,81 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.23 303,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.23 259,19 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.23 Sævar SF 272 Handfæri
Ufsi 1.089 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 1.525 kg
23.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 418 kg
Hlýri 165 kg
Karfi 85 kg
Keila 64 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 738 kg
23.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 283 kg
Hlýri 277 kg
Grálúða 213 kg
Karfi 135 kg
Keila 84 kg
Ufsi 40 kg
Ýsa 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.039 kg

Skoða allar landanir »