Minnast stærsta björgunarafreks Íslandssögunnar

Sjómannadagsblað VEstmananeyja er komið út.
Sjómannadagsblað VEstmananeyja er komið út. Samsett mynd

Sjómannadagsblað Vestmannaeyja er komið út og prýðir forsíðu listaverk Gunnars Júlíussonar, sem sýnir stærstu björgun Íslandssögunnar þegar sjómenn og útgerðarmenn fluttu íbúa Eyja til lands.

Þann 23. janúar síðastliðinn var liðin hálf öld frá Heimaeyjargosi og í viðtali við Ingiberg Óskarsson rafvirkja er fjallað um þegar sjómenn og útgerðarmenn í Vestmannaeyjum tóku að sér að flytja yfir 5.000 íbúa Eyjanna til lands. Hann hefur unnið mikið þrekvirki við að safna upplýsingum um flóttann mikla frá Heimaey örlaganóttina miklu 1973. Einstakt björgunarafrek á heimsvísu. Hann setti upp vefsíðuna 1973-alliribatana.com og einnig facebooksíðuna 1973 í bátana og er búinn að skrá 5.049 manns, 2.630 karla og 2.369 konur. Þar af voru 50 ófædd börn í móðurkviði. Hægt er að finna töflu í blaðinu sem sýnir hve margir fóru með hverjum bát. Þröngt var setið, í lest, klefa, borðsal, lúkar og bestikki. Flestir voru um borð í Gjafari VE, 360 manns, en rétt mánuði seinna fórst Gjafar við Grindavík og bjargaðist áhöfnin við illan leik.

Í sjómannadagsblaði Vestmannaeyja eru fjölbreytt umfjöllunarefni og er einnig rætt við Jón Axelsson, skipstjóra á uppsjávarskipinu Sigurði VE, sem nýtir sjómannadaginn í ár í að fara heilan Járnkarl í Hamborg í Þýskalandi. Jón Óskar myndlistarmaður fór á síldveiðar í Norðursjó á Ísleifi IV. VE 463 sumarið 1972, þá 17 ára menntaskólastrákur úr Garðahreppi. Segir Jón þetta sumar eitt hið eftirminnilegasta sem hann hefur lifað.

Sögu Samtogs sem á sínum tíma gerði út fimm togara í Vestmannaeyjum eru gerð skil í viðtali við Hjört Hermannsson. Helgi Ágústsson, skipstjóri, Seyðfirðingur og Eyjamaður, hefur stundað sjó víða um heim og frá því segir hann í blaðinu.

Pálmi Lorensson flutti ungur til Vestmannaeyja og fór á sjóinn. Hann varð seinna umsvifamikill í skemmtanalífi Eyjamanna þegar hann og Marý Sigurjónsdóttir kona hans opnuðu skemmtistaðinn Skansinn 1982. Skansinn var einn flottasti skemmtistaður landsins og þar tróðu upp allar helstu tónlistarstjörnur landsins.

Margt annað forvitnilegt er í blaðinu, sem Ómar Garðarsson ritstýrir.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.10.23 499,13 kr/kg
Þorskur, slægður 1.10.23 556,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.10.23 282,61 kr/kg
Ýsa, slægð 1.10.23 258,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.10.23 256,47 kr/kg
Ufsi, slægður 1.10.23 282,47 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 1.10.23 287,00 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.10.23 213,08 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.23 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 8.370 kg
Langa 1.244 kg
Ýsa 608 kg
Keila 388 kg
Ufsi 364 kg
Steinbítur 17 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 10.996 kg
30.9.23 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 5.559 kg
Langa 2.476 kg
Ýsa 1.953 kg
Keila 47 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 10.055 kg
30.9.23 Áki Í Brekku Handfæri
Þorskur 1.125 kg
Ufsi 223 kg
Samtals 1.348 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.10.23 499,13 kr/kg
Þorskur, slægður 1.10.23 556,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.10.23 282,61 kr/kg
Ýsa, slægð 1.10.23 258,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.10.23 256,47 kr/kg
Ufsi, slægður 1.10.23 282,47 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 1.10.23 287,00 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.10.23 213,08 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.23 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 8.370 kg
Langa 1.244 kg
Ýsa 608 kg
Keila 388 kg
Ufsi 364 kg
Steinbítur 17 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 10.996 kg
30.9.23 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 5.559 kg
Langa 2.476 kg
Ýsa 1.953 kg
Keila 47 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 10.055 kg
30.9.23 Áki Í Brekku Handfæri
Þorskur 1.125 kg
Ufsi 223 kg
Samtals 1.348 kg

Skoða allar landanir »