Enn er ósamið við þorra sjómanna

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar þetta er skrifað hafa farið fram óformlegir fundir með útgerðinni sem engu hafa skilað. Einhverjir fundir hafa verið hjá sáttasemjara. Þar er reynt að nálgast málið frá öllum hliðum, en eins og fram kemur hér að framan samþykktu skipstjórnarmenn samninginn þannig að okkur eru settar nokkrar skorður þar en auðvitað má alltaf semja betur, það er ekki bannað,“ skrifar Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannsambands Íslands, í pistli í sjómannadagsblaði 200 mílna sem fylgdi helgarblöðum Morgunblaðsins.

Pistill Valmundar í heild sinni:

Kæru sjómenn og fjölskyldur, um leið og ég óska ykkur til hamingju með daginn minni ég á að enn er ósamið við þorra sjómanna. Félag skipstjórnarmanna samþykkti eitt félaga samninginn sem ritað var undir þann 7. febrúar sl. Þessi kjarasamningur hefði fært þeim sjómönnum sem hann heyrir undir töluverðar kjarabætur í formi tilgreindrar séreignar.

Krafan um 3,5% í tilgreinda séreign í lífeyrissjóði kom fram og fallist var á hana með því að sjómenn greiddu einn þriðja af kröfunni en útgerðin bæri tvo þriðju af kostnaðinum. Einnig var boðið upp á annan valkost sem var að skiptahlutfallið færi úr 70% í 70,5% ef sjómenn vildu ekki lífeyrisleiðina. Það er morgunljóst að olíuverðsviðmiðið kemur ekki til með að hækka skiptaprósentuna á næstu árum. Þess vegna er því hent út og allar skiptaprósentur reiknaðar frá 100% aflaverðmæti. Það liggur í hlutarins eðli að þær lækka en leiða til sömu niðurstöðu og áður með þeim fyrirvara að gefið var eftir vegna frjálsu séreignarinnar og aukið í ef hún er ekki valin. Annars er hlutaskiptakerfið óbreytt og fest enn frekar í sessi.

Kostnaðarmatið á lífeyriskröfunni er að útgerðin ber að lágmarki, eins og laun sjómanna eru nú, um 1.500 milljónir króna á ári.

Kauptryggingin

Annað sem er til verulegra hagsbóta fyrir sjómenn er hækkun kauptryggingar og tenging við taxta Starfsgreinasambandsins út samningstímann. Því er haldið fram að kauptrygging sjómanna skipti engu máli þar sem allir séu á hlut. Ég segi og get fyllilega staðið við það eins og dæmin sanna, að kauptryggingin skiptir mjög miklu máli ef menn lenda í áföllum og detta á kauptrygginguna. Við höfum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fengið sjómenn á teppið til okkar sem hafa þurft að treysta á kauptrygginguna eingöngu. Alltaf eru viðbrögðin þau að hún sé skammarlega lág. Sem er raunin og útgerðin græðir meira á hverjum degi sem ósamið er. Einnig skipti tryggingin máli í uppihaldi útgerðar, eins og stefnir í t.d. í sumar. Einnig myndi tímakaup hækka um 53% hjá háseta, fara úr kr. 1.800 í kr. 2.900. Þetta skiptir máli.

Sjómenn þurfa viðunandi kauptryggingu ef eitthvað kemur upp á. Kauptryggingin er lágmarkslaun, því hærri því betri. Það er nefnt víða að sjómenn eigi að fá dagpeninga, t.d. eins og flugfólkið. Dagpeningar eru fyrst og fremst ætlaðir til að mæta kostnaði við gistingu og fæði. Sjómenn hafa fría gistingu og frítt fæði. Einnig má senda flugliða á hvaða flugvél sem er innan fyrirtækisins. Vilja sjómenn rokka á milli skipa útgerðar með öllum þeim tilfæringum sem því fylgja og tilheyrandi launabreytingum? Ég held ekki.

Hvað vilja sjómenn?

Allt mögulegt hefur verið nefnt um hvers vegna sjómenn felldu samninginn. Allt frá því að ekki mætti hrófla við skiptaprósentunni sem var gert en það fékkst meira fyrir minna í þeim efnum. Sumir hafa nefnt mönnunina og tilhneigingu sumra útgerða til fækkunar. Þar þurfa skipstjórnarmennirnir að standa vaktina og heimta þann mannskap sem þarf til að klára verkin. Einnig að sjómenn séu látnir standa yfir og ísa aflanTn þegar í land er komið án þóknunar. Það er heimilt samkvæmt kjarasamningi að sjómenn ísi yfir aflann ef hann er að fara til sölu á erlendan markað. Tilgangurinn var og er sá að aflinn sé þá af mestu gæðum sem hægt er að tryggja enda aflinn óseldur þegar komið er í land og þá á sameiginlegri ábyrgð skipshafnar og útgerðar.

Nú er yfirleitt alltaf búið að ráðstafa aflanum þegar í land er komið. Þá er hlutverki sjómannanna klárlega lokið og útgerðar að sjá til þess að kaupandi fái aflann eins og um var samið. Sjómenn þurfa að standa í lappirnar og neita að standa yfir og ísa afla sem búið er að selja enda hafa þeir engra hagsmuna að gæta eftir að afli hefur verið seldur, nema að fá sinn hlut.

Misskilningur

Umræðan um þá grein samningsins sem kveður á um nýjar veiði- og verkunaraðferðir er hrapallega misskilin. Umræðan fór meira segja þangað að ef það kæmi veltipanna eða hrærivél í kokkhúsið myndi skiptaprósentan lækka. Eða nýr flokkari eða færiband á millidekkið o.s.frv.

Rekur einhvern minni til þess að þegar Helgu Maríu SK var aftur breytt í ísfiskara, sem kostaði einhver hundruð milljóna, að skiptaprósentan hafi lækkað? Eða þegar Blæng NK var breytt í frystitogara sem var enn dýrara. Er eitthvað öðruvísi skiptaprósenta á Blæng en öðrum frystitogurum? Dæmin eru mýmörg í þessum efnum en engin lækkun á skiptaprósentu. Svona er umræðan leidd áfram um þessa grein sem nota bene hefur verið í kjarasamningi frá 2004. Að fororði sjómanna er greininni breytt þannig að félög sjómanna hafi beina aðkomu ef upp koma nýjar aðferðir eða tækni við veiðar sem auka verðmætin umtalsvert til hækkunar á hlut sjómanna. Félögin vilja hafa um það að segja. Tæknin er á fleygiferð á öllum sviðum, líka til sjós.

Veikinda- og slysaréttur var lagfærður til mikilla muna í þessum samningi. Alveg sama hverju sumir forsvarsmenn sjómanna halda fram. Þeir hinir sömu höfðu þó lagt þessar breytingar til árið 2019 í bókunarvinnu við kjarasamninginn sem þá var í gildi.

Tilgangurinn er að menn séu jafnsettir hvort þeir sem þeir eru á sjó eða í fríi. Í hreinu skiptimannakerfunum þar sem menn skipta launum er tryggður fjögurra mánaða veikindaréttur á hálfum hlut og full kauptrygging eftir það. Ekki hálf trygging eins og haldið er fram. Þarna skiptir hækkun kauptryggingar líka miklu máli. Dómaframkvæmdin samkvæmt sjómannalögunum er sú að útgerðinni er ekki skylt að greiða nema tvo mánuði á hálfum hlut í skiptimannakerfunum og kauptryggingu eftir það.

10 ára samningur

Forsenduákvæði er eftir 4 ár og samningnum hefði verið hægt að segja upp með árs fyrirvara þá og árlega eftir það út gildistímann. Ég minni á að frá árinu 2012 til dagsins í dag hafa sjómenn verið samningslausir í 8 ár af þeim 11 sem liðin eru. Ef ekki semst á þessu ári hafa samningar verið lausir í 4 ár þann 1. desember nk. Tíminn er sannarlega fljótur að líða.

Með löngum samningi er verið að tryggja launahlut sjómanna með útgerðinni til langframa og ekki verði krukkað í hann á næstu árum. Ég hvet sjómenn til að kynna sér þessi mál vel og vandlega og til gagnrýninnar umræðu. Ekki upphrópana og sleggjudóma.

Framhaldið

Þegar þetta er skrifað hafa farið fram óformlegir fundir með útgerðinni sem engu hafa skilað. Einhverjir fundir hafa verið hjá sáttasemjara. Þar er reynt að nálgast málið frá öllum hliðum, en eins og fram kemur hér að framan samþykktu skipstjórnarmenn samninginn þannig að okkur eru settar nokkrar skorður þar en auðvitað má alltaf semja betur, það er ekki bannað.

Hvort sjómenn fara í aðgerðir á næstu misserum til að knýja á um samning verður að koma í ljós eftir sumarið. Ýmislegt má hugsa sér í þeim efnum sem verður þó ekki tíundað hér.

Enn og aftur hugheilar hamingjuóskir á baráttudegi sjómanna! Göngum til góðs og lifið heil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.10.23 499,13 kr/kg
Þorskur, slægður 1.10.23 556,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.10.23 282,61 kr/kg
Ýsa, slægð 1.10.23 258,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.10.23 256,47 kr/kg
Ufsi, slægður 1.10.23 282,47 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 1.10.23 287,00 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.10.23 213,08 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.23 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 8.370 kg
Langa 1.244 kg
Ýsa 608 kg
Keila 388 kg
Ufsi 364 kg
Steinbítur 17 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 10.996 kg
30.9.23 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 5.559 kg
Langa 2.476 kg
Ýsa 1.953 kg
Keila 47 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 10.055 kg
30.9.23 Áki Í Brekku Handfæri
Þorskur 1.125 kg
Ufsi 223 kg
Samtals 1.348 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.10.23 499,13 kr/kg
Þorskur, slægður 1.10.23 556,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.10.23 282,61 kr/kg
Ýsa, slægð 1.10.23 258,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.10.23 256,47 kr/kg
Ufsi, slægður 1.10.23 282,47 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 1.10.23 287,00 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.10.23 213,08 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.23 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 8.370 kg
Langa 1.244 kg
Ýsa 608 kg
Keila 388 kg
Ufsi 364 kg
Steinbítur 17 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 10.996 kg
30.9.23 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 5.559 kg
Langa 2.476 kg
Ýsa 1.953 kg
Keila 47 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 10.055 kg
30.9.23 Áki Í Brekku Handfæri
Þorskur 1.125 kg
Ufsi 223 kg
Samtals 1.348 kg

Skoða allar landanir »