„Hruflaðist“ þegar smábátur strandaði

Björgunarsveitir að störfum innan við Arnarstapa í morgun.
Björgunarsveitir að störfum innan við Arnarstapa í morgun. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Smábátur strandaði rétt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í gærkvöldi og ætlar varðskipið Freyja að reyna að koma honum aftur á flot.

Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hafði skipstjórinn samband við Gæsluna og lét vita af óhappinu en tók fram að engin yfirvofandi hætta væri fyrir hendi. 

Hæglætisveður var á svæðinu og aðstæður góðar.

Gæslan kallaði út varðskipið Freyju og sjóbjörgunarsveitina á Rifi. Einnig voru björgunarsveitir á landi kallaðar út ásamt lögreglu.

Varðskipið Freyja á Skjálfandaflóa.
Varðskipið Freyja á Skjálfandaflóa. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Lögreglan flutti manninn á sjúkrastofnun í Ólafsvík eftir að hann „hruflaðist eitthvað við strandið”, að sögn Ásgeirs.

Björgunarsveitir unnu að því að undirbúa aðgerðir í nótt við að koma bátnum af staðnum og gert er ráð fyrir því að Freyja komi bátnum á flot.

Spurður segist Ásgeir ekki vita um skemmdir á bátnum.

Uppfært kl. 9.22:

Flaut yfir bátinn í morgun og fór m.a. sjór í lestina. Þess vegna þarf að létta bátinn og dæla úr honum áður en hann verður dreginn í burtu.

Að öðru leyti er báturinn óskemmdur.

Að sögn Ásgeirs er búist við því að báturinn verði dreginn í burtu í kvöld.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.10.23 495,02 kr/kg
Þorskur, slægður 1.10.23 557,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.10.23 282,80 kr/kg
Ýsa, slægð 1.10.23 256,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.10.23 260,44 kr/kg
Ufsi, slægður 1.10.23 282,47 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 1.10.23 286,93 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.10.23 208,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.10.23 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 12.172 kg
Ufsi 928 kg
Karfi 344 kg
Samtals 13.444 kg
2.10.23 Börkur NK 122 Flotvarpa
Síld 371.895 kg
Þorskur 62 kg
Grásleppa 48 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 372.012 kg
2.10.23 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 1.976 kg
Ýsa 1.629 kg
Keila 126 kg
Steinbítur 27 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.777 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.10.23 495,02 kr/kg
Þorskur, slægður 1.10.23 557,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.10.23 282,80 kr/kg
Ýsa, slægð 1.10.23 256,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.10.23 260,44 kr/kg
Ufsi, slægður 1.10.23 282,47 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 1.10.23 286,93 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.10.23 208,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.10.23 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 12.172 kg
Ufsi 928 kg
Karfi 344 kg
Samtals 13.444 kg
2.10.23 Börkur NK 122 Flotvarpa
Síld 371.895 kg
Þorskur 62 kg
Grásleppa 48 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 372.012 kg
2.10.23 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 1.976 kg
Ýsa 1.629 kg
Keila 126 kg
Steinbítur 27 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.777 kg

Skoða allar landanir »