Blasir við aukning í útflutningstekjum

Ólafur Helgi Marteinsson, formaður SFS, segir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar almennt jákvæða.
Ólafur Helgi Marteinsson, formaður SFS, segir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar almennt jákvæða. mbl.is/Árni Sæberg

„Almennt séð er þessi ráðgjöf jákvæðar fréttir. Það er góð aukning í ýsu og heil 62% í karfa,“ segir Ólafur Helgi Marteinsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og framkvæmdastjóri Ramma hf., um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2023/2024.

Hann kveðst telja það ekki fara milli mála að um er að ræða ráðgjöf sem hefur í för með sér verulega hækkun útflutningsverðmæta. „Tala nú ekki um þessa 40% aukningu í síld. Ég hef ekki tölu á því en mér finnst blasa við að það verður aukning á útflutningsverðmætum, hún liggur fyrir.“

Ráðgjöf um hámarksafla þorsks hefur minnkað töluvert á undanförnum árum, en eykst nú um 1%. Spurður hvort ráðgjöfin sé staðfesting á að samdráttarskeiðinu sé lokið í bili svarar Ólafur: „Þorskurinn virðist vera í jafnvægi. Ég held að menn hafi séð það í síðustu ráðgjöf að lækkunum var lokið en áttum kannski frekar von á að aukningin yrði fimm prósent en ekki eitt. En þarna virkar aflareglan, það er sveiflujöfnun í henni. Góðu fréttirnar eru að hrygningarstofninn er stór og viðmiðunarstofninn er stór. Við erum á góðum stað með þorskstofninn.“

Hann segir fátt hafa komið á óvart í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Hafnarfirði í morgun, nema gullkarfinn og er lagður til 41.286 tonna hámarksafli fiskveiðiárið 2023/2024. Ekki hefur verið hærri ráðgjöf síðan 2019/2020 og hafði verið stöðug lækkun frá fiskveiðiárinu 2016/2017.

Djúpkarfinn áhyggjuefni

Hafrannsóknastofnun leggur til að enginn djúpkarfi verði veiddur á komandi fiskveiðiári og er talið að stofninn fari ekki upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð.

Ólafur segir þessi tíðindi dapurleg þar sem djúpkarfi er óumflýjanlegur meðafli í þó nokkru magni annarra veiða og vísar til grálúðu- og gullaxveiða. „Þarna vantar okkur að búa til eitthvað kerfi sem hjálpar okkur að mæta þessum vanda.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.10.23 555,47 kr/kg
Þorskur, slægður 2.10.23 363,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.10.23 281,82 kr/kg
Ýsa, slægð 2.10.23 261,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.10.23 228,86 kr/kg
Ufsi, slægður 2.10.23 278,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 2.10.23 337,94 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.10.23 208,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.23 Saxhamar SH 50 Dragnót
Skarkoli 1.254 kg
Sandkoli 37 kg
Samtals 1.291 kg
2.10.23 Særif SH 25 Lína
Þorskur 5.674 kg
Langa 1.556 kg
Ýsa 1.267 kg
Karfi 77 kg
Steinbítur 37 kg
Keila 23 kg
Sandkoli 11 kg
Hlýri 1 kg
Samtals 8.646 kg
2.10.23 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 3.365 kg
Ýsa 2.109 kg
Keila 233 kg
Steinbítur 46 kg
Karfi 25 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 5.789 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.10.23 555,47 kr/kg
Þorskur, slægður 2.10.23 363,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.10.23 281,82 kr/kg
Ýsa, slægð 2.10.23 261,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.10.23 228,86 kr/kg
Ufsi, slægður 2.10.23 278,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 2.10.23 337,94 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.10.23 208,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.23 Saxhamar SH 50 Dragnót
Skarkoli 1.254 kg
Sandkoli 37 kg
Samtals 1.291 kg
2.10.23 Særif SH 25 Lína
Þorskur 5.674 kg
Langa 1.556 kg
Ýsa 1.267 kg
Karfi 77 kg
Steinbítur 37 kg
Keila 23 kg
Sandkoli 11 kg
Hlýri 1 kg
Samtals 8.646 kg
2.10.23 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 3.365 kg
Ýsa 2.109 kg
Keila 233 kg
Steinbítur 46 kg
Karfi 25 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 5.789 kg

Skoða allar landanir »