„Þruma úr heiðskíru lofti“

„Það sem hér er á ferðinni er að öfgafullur kommúnisti …
„Það sem hér er á ferðinni er að öfgafullur kommúnisti stjórnar matvælaráðuneytinu og virðist hata allt nema ríkisrekstur,“ sagði Kristján Loftsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og þarna eru Vinstri grænir að endurskilgreina orðin „meðalhóf í stjórnsýslu“ ef þetta á viðgangast svona áfram. Þeir eru með þessu að prófa sig áfram með það hversu langt þeir geta gengið. Ef þetta heldur áfram svona og þeir verða látnir komast upp með það er voðinn vís fyrir atvinnulífið,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið. Leitað var viðbragða hans við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að heimila ekki veiðar á langreyðum fyrr en 1. september.

„Það sem hér er á ferðinni er að öfgafullur kommúnisti stjórnar matvælaráðuneytinu og virðist hata allt nema ríkisrekstur. Hún er greinilega að máta sig við nýja stjórnarhætti. Það er að mínu mati með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skuli hafa afhent henni matvælaráðuneytið,“ sagði Kristján.

Skip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn í gær. Vertíðin hefði átt …
Skip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn í gær. Vertíðin hefði átt að hefjast í gær ef ekki hefði verið fyrir tímabundið bann ráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Opinn fundur á Akranesi

„Við höfum boðað til opins fundar hér á Akranesi og ég sendi fundarboð á matvælaráðherra, þingmenn kjördæmisins og þingflokksformenn allra flokka til að gefa þeim tækifæri til að gera grein fyrir sinni afstöðu í málinu,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Morgunblaðið, en tilefni fundarins er ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyði til 1. september nk.

Fundurinn verður haldinn í Gamla kaupfélaginu á Akranesi í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst kl. 19.30.

Þá mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins koma saman til fundar til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um þetta mál fyrir helgi.

Framsókn ætlar að bíða átekta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,33 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Samtals 1.129 kg
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 221 kg
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 31 kg
Samtals 31 kg
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 125 kg
Samtals 125 kg
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,33 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Samtals 1.129 kg
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 221 kg
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 31 kg
Samtals 31 kg
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 125 kg
Samtals 125 kg
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg

Skoða allar landanir »