Urður Egilsdóttir
„Þetta staðfestir það sem að við höfðum sagt frá upphafi,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í samtali við mbl.is um niðurstöðu lögfræðiálits sem samtökin létu vinna vegna ákvörðunar matvælaráðherra að banna tímabundið veiðar á langreyðum.
„Það hnigu öll rök að því að ákvörðunin væri ólögmæt,“ segir hún en í áliti LEX lögmannstofu segir að ákvörðunin hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum grundvelli.
Heiðrún segir að SFS vænti þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bregðist við álitinu.
SFS óskaði eftir að fá afhent gögn og álit sem lægju til grundvallar ákvörðunarinnar fyrir viku síðan. Svör hafa enn ekki borist.
„Þó að maður hefði haldið að gögnin væru ekki mörg og auðvelt væri að afhenda þau almenningi og hagaðilum, en það stendur á því.“
Heiðrún segist vona að lögfræðiálitið verði innlegg í umræðu og framhald þessa máls.
Í álitinu er ekki fjallað um hverjar kunni vera lagalegar afleiðingar þess að stjórnsýsla ráðherrans samræmis ekki lög. Þó segir að Hvalur hf. og starfsfólk fyrirtækisins kunni að eiga skaðabótarétt á hendur íslenska ríkinu.
Heiðrún segir það vera rökrétt skref að fyrirtækið nýti sér þann rétt og að málið farið fyrir dómstólum.
„Maður vonar þó að það sé enn vilji til þess að endurskoða þá ákvörðun sem tekin var.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.11.24 | 579,66 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.11.24 | 507,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.11.24 | 331,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.11.24 | 231,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.11.24 | 142,58 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.11.24 | 247,32 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.11.24 | 247,21 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
9.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Ýsa | 7.329 kg |
Þorskur | 193 kg |
Hlýri | 49 kg |
Samtals | 7.571 kg |
9.11.24 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 803 kg |
Keila | 165 kg |
Ýsa | 32 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 1.004 kg |
9.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 300 kg |
Hlýri | 27 kg |
Ýsa | 11 kg |
Ufsi | 10 kg |
Karfi | 9 kg |
Keila | 9 kg |
Steinbítur | 8 kg |
Langa | 3 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 379 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.11.24 | 579,66 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.11.24 | 507,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.11.24 | 331,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.11.24 | 231,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.11.24 | 142,58 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.11.24 | 247,32 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.11.24 | 247,21 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
9.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Ýsa | 7.329 kg |
Þorskur | 193 kg |
Hlýri | 49 kg |
Samtals | 7.571 kg |
9.11.24 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 803 kg |
Keila | 165 kg |
Ýsa | 32 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 1.004 kg |
9.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 300 kg |
Hlýri | 27 kg |
Ýsa | 11 kg |
Ufsi | 10 kg |
Karfi | 9 kg |
Keila | 9 kg |
Steinbítur | 8 kg |
Langa | 3 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 379 kg |