Fara út til leitar eftir helgina

Hvalur 9 á leið í land í fyrra með langreyði …
Hvalur 9 á leið í land í fyrra með langreyði á síðunni. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Starfsmenn Hvals hf. eru nú að leggja lokahönd á undirbúning þess að senda hvalbátana Hval 8 og Hval 9 til leitar að langreyði á miðunum suður, suðvestur og vestur af landinu, en ákveðið hefur verið að þeir leggi úr höfn strax eftir helgi.

Þetta er gert til þess að vera í stakk búnir til þess að hefja veiðarnar að morgni föstudagsins 1. september nk. Þá fellur úr gildi bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við hvalveiðum sem gildir til og með 31. ágúst nk., en það var lagt á með svofelldri reglugerð:

„Á árinu 2023 skulu veiðar á langreyðum ekki hefjast fyrr en 1. september.“

Bjarga því sem bjargað verður

Að sögn Kristjáns Loftssonar framkvæmdastjóra Hvals er áformað að nýta þann skamma tíma sem eftir lifir sumars til þess að bjarga því sem bjargað verður af hvalveiðivertíðinni sem ráðherrann sló af með eins dags fyrirvara 20. júní sl.

Enda þótt dag sé nú tekið að stytta mjög og birta að dvína telur Kristján að stunda megi veiðarnar fram undir septemberlok, þ.e. ef veður leyfir, en birtu nýtur við í um hálfan sólarhring á miðunum um þessar mundir.

Allt var tilbúið í júní

Í sumar hefur nefnd á vegum matvælaráðuneytisins, sem skipuð er fulltrúum þess auk fulltrúa Matvælastofnunar og Fiskistofu, gert úttekt á veiðibúnaði hvalbátanna, veiðiaðferðum og öðrum þeim breytingum og betrumbótum sem varða veiðarnar og ráðist hefur verið í síðan vertíðinni 2022 lauk.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,33 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Samtals 1.129 kg
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 221 kg
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 31 kg
Samtals 31 kg
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 125 kg
Samtals 125 kg
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.7.25 428,33 kr/kg
Þorskur, slægður 11.7.25 578,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.7.25 362,15 kr/kg
Ýsa, slægð 11.7.25 382,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.7.25 144,86 kr/kg
Ufsi, slægður 11.7.25 195,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 11.7.25 216,76 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 1.129 kg
Samtals 1.129 kg
11.7.25 Þórshani ÍS 442 Sjóstöng
Þorskur 174 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 221 kg
11.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 31 kg
Samtals 31 kg
11.7.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 125 kg
Samtals 125 kg
11.7.25 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg

Skoða allar landanir »